Vinabönd að hefjast í næstu viku

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fókus, Holtið, Óflokkað, Tían

Í næstu viku hefst sumarstarfið á fullu og þar á meðal námskeið í Vinaböndum. Skráning fer fram á https://sumar.fristund.is/#/workshops

 

Námskeiðið er fyrir öll þau börn og unglinga sem vilja styrkja stöðu sína meðal jafningja og auka félagslega þátttöku. Námskeiðið er sett upp á skemmtilegan hátt þar sem þátttakendur vinna að verkefnum sem eru bæði krefjandi og gefandi.

 

Um hvað er þetta námskeið?

Allt að 30% unglinga eiga í félagslegum vanda, upplifa sig ekki „velkomin“ meðal jafningja, eiga ekki vin eða tilheyra ekki vinahópi. Ástæður fyrir slíkri líðan eru fjölmargar en afleiðingin oftar en ekki vanlíðan unglingsins. Námskeiðið Vinabönd er ætlað að hjálpa unglingum að bæta samskiptafærni, styrkja sjálfsmynd og auka vellíðan.

 

Eftir að námskeiðinu lýkur hafa þátttakendur:

 • aukna samskiptafærni
 • sterkari sjálfsmynd
 • aukið sjálfstraust
 • aukna vellíðan

Hvenær er námskeiðið og hvað kostar?

Um er að ræða tvö 8 vikna námskeið.

 • Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-16 (11. júní-4. júlí)
 • Mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30-18:30 (13. júní – 11. júlí)

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Hverjir eru leiðbeinendur á námskeiðinu?

Bjarni Þórðarson forstöðumaður í Tíunni. Bjarni hefur verið forstöðumaður Tíunnar síðan 2005 hefur lokið meistaranámi í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Bjarni hefur verið leiðbeinandi í Vinaböndum áður og hafa öll námskeiðin gengið vel og ávinningurinn greinilegur.

Sandra Dís Káradóttir forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti. Sandra Dís hefur lokið grunnámi í Tómstunda- og félagsmálafræði og hefur bæði þekkingu og reynslu í að vinna með börnum og unglingum sem þurfa félagslega styrkingu.

 

Bakgrunnur og hugmyndin af námskeiðinu?

Námskeiðið er verkefni sem úrræði fyrir unglinga sem vilja eflast og styrkjast í samskiptum við jafnaldra sína. Samskiptafærni er talin vera lykilfærni sem fylgir okkur í gegnum lífið og er talin vera verndandi þáttur fyrir líðan okkar. Því teljum við mikilvægt að unglingar hafi tækifæri til að efla samskiptafærni sína með þátttöku á þessu námskeiði.

 

Spurningar til foreldra:

Við hvetjum foreldra að svara spurningunum hér að neðan. Þær geta gefið vísbendingar um félagslega stöðu barna.

  • Er barnið mitt mikið úti með vinum sínum?
  • Talar barnið mitt um vini sína?
 • Kemur barnið mitt með vini sína heim?
 • Er barninu mínu boðið í viðburði s.s. afmæli?
 • Fer barnið mitt samferða jafningjum á viðburði s.s. skólaböll eða í félagsmiðstöðina?

 

 • Er barnið mitt duglegt að mæta í skólann?
 • Er barnið mitt þátttakandi í einhverjum tómstundum/frístundum?

Ef svörin við spurningunum eru neikvæð er möguleiki að barnið þitt glími við einhvers konar félagslegar hindranir og/eða tengist ekki jafningjahópnum.

Ef þú telur að barnið þitt hafi áhuga á þessu námskeiði og mundi njóta góðs af því þá viljum við endilega heyra frá þér. Einnig ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir eða vangaveltur varðandi námskeiðið þá getur þú haft samband með því að hringja eða senda tölvupóst til Bjarna, sjá upplýsingar hér að neðan.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt