Við erum byrjuð að taka á móti skráningum í sumarstarfið í Árseli 2022

 í flokknum: Tían

Félagsmiðstöðin Ársel býður upp á frístundastarf  í sumar fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor. Þátttökugjöld eru í samræmi við verðskrá borgarinnar – https://reykjavik.is/gjaldskra-fristundaheimili. Boðið verður upp á smiðjur á tímabilinu 13. júní til 8. júlí.

Um er að ræða fjölbreyttar og skemmtilegar smiðjur sem standa yfir í hálfan eða heilan dag. Nauðsynlegt er að skrá börnin í hverja smiðju. Skráningin hefst 4. maí kl. 10:00 á sumar.vala.is

Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Smiðjurnar og námskeiðin fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu og er það tilgreint við skráningu, ásamt því sem farið er í ferðir út um hvippinn og hvappinn.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir haft samband við starfsfólk Ársels og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

Í sumarsmiðjum fyrir 10-12 ára þarf skráning að berast á hádegi á föstudegi ef smiðjan hefst á mánudegi. Annars í hádegi daginn áður. Í sumarsmiðjum fyrir 10-12 ára þarf að afskrá barn í Völunni eða með því að senda tölvupóst til til félagsmiðstöðvar viku áður en námskeið hefst, hið minnsta. Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur og námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Hlökkum til að sjá sem flesta í Árseli í sumar.

 

Ársel youth center offers leisure activities this summer for children who finish 5th – 7th grade this spring. Participation fees are in accordance with the city’s price list – https://reykjavik.is/gjaldskra-fristundaheimili . Workshops will be offered from June 13 to July 8.

There are many different workshops and courses that last for half or a whole day. It is necessary to register the children in each workshop. Registration starts on May 4 at 10:00 at sumar.vala.is

There is a lot of variety in the program and therefore all children at this age should be able to find something to their liking. The workshops and courses take place in the community centers in the neighborhood and this is specified when registering, as well as trips around the area and the area.

If parents can not use electronic registration, they can go to  SFS leisure centers   and get help with registration. It is not possible to register children for summer jobs by phone. The staff of the leisure centers and Símavers Reykjavíkurborgar (tel. 411-1111) can, however, instruct by telephone if the guardians are connected to an internet computer.

In summer workshops for 10-12 year olds, registration must be received by noon on Friday if the workshop starts on Monday. Otherwise at noon the day before. In summer workshops for 10-12 year olds, a child must be deregistered in Völur or by sending an e-mail to the community center a week before the course starts, at least. Otherwise the course fee will be charged in full.

Guardians are advised that this is not a placement. Attendance at workshops and courses is the responsibility of the guardians. It is also important that children arrive dressed for the weather, with the equipment specified at the workshop as well as a healthy packed lunch and water bottles.

Please note that it is not possible to use the leisure card for summer work on behalf of SFS.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt