Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg

 í flokknum: Birt á forsíðu, Fókus, Holtið, Tían

Ágætu foreldrar

• Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til verkfalls sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg frá og með mánudeginum 9. mars nk.

Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar á frístundaheimilum mun þá leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Komi til verkfalls mun starfsemi frístundaheimila Reykjavíkurborgar stöðvast. Ekki verður tekið gjald fyrir þjónustu frístundaheimila þann tíma sem þau eru lokuð vegna verkfalls.

Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í félagsmiðstöðvum mun þá leggja niður störf eftir því sem hér segir hafi ekki samist fyrir þann tíma:
• Mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars.
• Þriðjudaginn 17. mars og miðvikudaginn 18. mars.
• Þriðjudaginn 24. mars og fimmtudaginn 26. mars.
• Þriðjudaginn 31. mars og miðvikudaginn 1. apríl.
• Ótímabundið frá miðvikudeginum 15. apríl.

Áhrif verkfalls á félagsmiðstöðvar
Komi til verkfalls munu allar félagsmiðstöðvar í Reykjavík loka á meðan verkfall varir.
***
Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum í fjölmiðlum og á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is og frístundamiðstöðvanna.
Við vonum að samningsaðilum takist að ná samkomulagi sem fyrst þannig að ekki komi til röskunar á starfsemi félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt