Ársel er frístundamiðstöð Árbæjar, Grafarholts og Norðlingarholts. Ársel býður börnum og unglingum í þessum borgarhluta upp á fjölbreytt félags- og tómstundastarf þar sem áhersla er lögð á forvarnir og að beina þeim inn á braut heilbrigðs og jákvæðs lífernis. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.
Foreldar eru hvattir til að fylgjast nánar með starfssemi Ársels á www.facebook.com/fristundamidstodinarsel sem og á heimasíðum hvers frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar fyrir sig.
Menntastefnu Reykjavíkurborgar er hægt að finna hér: Menntastefna Reykjavíkurborgar
Frístundastefnu Skóla- og frístundasviðs er hægt að finna hér: Frístundastefna Skóla- og frístundasviðs
Frístundamiðstöðin Ársel (Árbær, Grafarholt og Norðlingarholt)
Rofabær 30, 110 Reykjavík
Sími: 411-5800
Netfang: arsel@reykjavik.is
Kl. 9.00 – 16.00