Á Torginu – hverfahátíð í Árbænum laugardaginn 4. júlí

 í flokknum: Birt á forsíðu, Tían
Laugardaginn 4. júlí mun Ársel í samstarfi við Skátana og Sumarborgina 2020 halda hverfahátíð á Árbæjartorgi. Hátíðin „Á torginu“ er haldin í og fyrir utan Ársel í Rofabæ 30 í Árbænum milli klukkan 12:00-16:00.
Á dagskrá verður Street-ball mót fyrir unglinga fædda 2004-2007. Street-ball er körfuboltakeppni þar sem þrír eru saman í liði og keppa á móti öðru þriggja manna liði á eina körfu. Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við Tíuna.
Ásamt þessu verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna! Til sölu verða pulsur og bulsur, candy floss og popp, það verður kaffihús inni í Árseli þar sem hægt verður að kaupa bakkelsi, kaffi og kakó. Á svæðinu verður einnig hoppukastali frá Skátalandi og skottmarkaður á bílaplaninu. Á skottmarkaðnum verður hægt að kaupa og selja alls kyns vörur. Ef þú vilt vera með pláss á markaðnum þarftu að skrá þig með skilaboðum hér á facebook eða senda tölvupóst á sigvaldi.helgi.gunnarsson@rvkfri.is.
Það verða posar á svæðinu en einungis verður tekið á móti reiðufé á skottmarkaðnum. Allur ágóði frá veitingasölunni mun renna til góðs málefnis.
Hátíðin „Á torginu“ er haldin af tveimur félagsmiðstöðvarhópum Tíunnar. Í þeim eru 22 unglingar úr áttunda bekk á leið í níunda bekk í Árbæjarskóla. Einn hópurinn sér um að skipuleggja og halda utan um Street-ball mótið og pulsusöluna á meðan hinn hópurinn mun sjá um kaffihúsið inni í Árseli.
Allir velkomnir! Vonumst til að sjá sem flesta
_____________________________________________________
English version:
Saturday 4th of July Ársel, along with the Scouts and Sumarborgin 2020 will hold a festival on „Árbæjartorg“. The festival „Á torginu“ is held in Ársel, Rofabær 30 in Árbær from 12:00-16:00.
During the day there will be a Street-ball tournament for teenagers born in 2004-2007. Street-ball is a basketball game where three persons compete against three on one basket. You can sign-up by contacting Tían.
Along with the Streetball tournament many things will be available to the whole family! For sale there will be hot dogs and vegan hot dogs, candy floss and popcorn. There will be a café inside of Ársel where you can buy baked goods, coffee and hot cocoa, there will be a bouncing castle from Skátaland and trunk-market in the car park. In the trunk-market it will be possible to buy and sell all kinds of products from the trunk of peoples cars. If you want to have space in the market you need to sign up with a message here on facebook or send an email to sigvaldi.helgi.gunnarsson@rvkfri.is.
The festival has been organized by two youth center groups. The groups include 22 teenagers from eighth grade from Árbæjarskóli. One group took care of organizing and managing the Street-ball tournament and the hot dog sale while the other group will take care of the café in Ársel
We will accept cards but not in the trunk-market. All proceeds from the restaurant sale will go to charity.
Everybody is welcome and we hope to see many friendly faces!
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt