Frístundaheimilið er starfrækt fyrir börn í 1. – 4. bekk. Það opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur eða kl. 13:40 og er opið til kl. 17:00.
Við leitumst eftir því að hafa starfið sem fjölbreyttast og skapa börnunum heimilislegt og öruggt umhverfi.
Markmið okkar er í raun tvíþætt. Í fyrsta lagi að bjóða upp á skipulagða tómstundadagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hver einstaklingur fær að njóta sín. Í öðru lagi að bjóða foreldrum upp á skemmtilegan og öruggan stað fyrir börn þeirra að leika sér á. Eins að foreldrar geti verið vissir um að eftirlit með börnunum sé skilvirkt og faglegt en þó á mannlegum nótum.
Í frístundinni okkar leitast starfsfólk við að leiðbeina börnunum í leikjum og ýmiss konar verkefnum, þar sem áhersla er lögð á samvinnu, vinskap og skemmtun.
Frístundaheimilið er starfrækt á tveimur stöðum, annarsvegar er 1.-2. bekkur í Töfraseli í frístundamiðstöðinni Árseli við Rofabæ 30 og hinsvegar er 3.-4. bekkur í Töfraheimum (Fylkishöll), Fylkisvegi 16.
Frístundaheimilið Töfrasel hefur verið starfandi í Árseli frá 2004 og Töfraheimar í Fylkishöllinni frá 2016.
Símanúmer Töfrasels (1.-2.b): 411-5817/695-5092
Símanúmer Töfraheima (3.-4.b): 698-5042
Skrifstofa forstöðumanns: 411-5816
Foreldrasíða Töfrasels á Facebook: facebook.com/tofrasel
Netfang: tofrasel@rvkfri.is
Vinnur alla daga.
Vinnur alla daga
Unnur Aníta vinnur alla daga.
Sædís vinnur alla daga
Brynjar vinnur alla daga
Vinnur alla daga í Töfraseli (1.-2.b)
Nonni vinnur alla daga
Markmið Töfrasels eru í raun tvíþætt.
Í fyrsta lagi að bjóða upp á skipulagða tómstundadagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og hver einstaklingur fær að njóta sín.
Í öðru lagi að bjóða foreldrum upp á skemmtilegan og öruggan stað fyrir börn þeirra að leika sér á. Eins að foreldrar geti verið vissir um að eftirlit með börnunum sé skilvirkt og faglegt en þó á mannlegum nótum.
Í Töfraseli leitast starfsfólk við að leiðbeina börnunum í leikjum og ýmiss konar verkefnum. þar sem áhersla er lögð á að vinna eftir gildunum samvinna, vinskapur og skemmtun.