Félagsmiðstöðin Tían

Félagsmiðstöðin Tían er ein af þremur félagsmiðstöðvum í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti sem starfrækt er af Árseli, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.
Lögð er á áherslu á samvinnu við skólana þrjá (Árbæjar,-Ártún oog Selásskóla) sem og foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga og er öllum að kostnaðarlausu nema annað sé auglýst. 
Félagsmiðstöðin Tían er staðsett í Árseli sem er við Árbæjartorg.  
Forstöðumaður Tíunnar er Bjarni Þórðarson. Hægt er að hafa samband við starfsmenn Tíunnar í gegnum netfangið tian@rvkfri.is og í síma 411-5810 eða senda á forstöðumann í netfangið bjarni.thordarson@rvkfri.is eða í síma 695-5041.

Leiðarljós og gildi

Leiðarljós í frístundastarfi

Börnum og unglingum standi til boða frístundastarf sem hefur uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Áhersla er lögð á virka þátttöku, reynslunám, lýðræði og mannréttindi. Sérstaklega er hugað að því að virkja einstaklinga sem þurfa sérstaka hvatningu og stuðning vegna fötlunar eða félagslegrar stöðu. Starf á vegum frístundamiðstöðva er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli barna og unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu.

 

Gildi frístundastarfs 

Frítíminn er í nútímaþjóðfélagi góður vettvangur fyrir uppeldisstarf þar sem áhersla er lögð á aukinn þroska og færni með fjölbreyttum viðfangsefnum og reynslunámi. Í frístundastarfi er lögð áhersla á að vinna með sjálfsmynd, umhyggju, félagsfærni, virkni og þátttöku. Í starfi frístundamiðstöðvanna er unnið mikilvægt forvarnarstarf og börnum og unglingum skapaður jákvæður valkostur í frítímanum með fagfólki, öruggu umhverfi og innihaldsríku starfi. Þar gefst jafnframt gott tækifæri til tómstundamenntunar þar sem frístundaráðgjafar fræða börn og unglinga um ávinning tómstundaiðkunar og hvernig hún getur haft áhrif á lífsgæði þeirra og lífsfyllingu.

 

Þríþætt uppeldisgildi frístundastarfs

Forvarnargildi – Þátttaka í skipulögðu frístundastarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Rannsóknir sýna að verulega hefur dregið úr reykingum og áfengis- og fíkniefnaneyslu hjá unglingum á grunnskólaaldri á undanförnum árum. Talið er að þátttaka í skipulögðu frístundastarfi hafi þar haft jákvæð áhrif, auk þess sem hún hefur jákvæð áhrif á námsárangur. Með því að bjóða börnum og ungu fólki upp á jákvæð viðfangsefni í frítímanum með sterkum fyrirmyndum aukast líkur á því að þau kjósi heilbrigðan lífstíl og forðist áhættuhegðun.

Menntunargildi – Í frítímanum fást börn og unglingar við fjölbreytt og skapandi verkefni þar sem lögð er áhersla á virkni, frumkvæði og sköpun. Þátttaka í slíkum verkefnum færir unga fólkinu reynslu og þekkingu sem það býr að og getur yfirfært á samfélagið. Hér er ekki um formlegt nám að ræða heldur er lögð áhersla á reynslunám og óformlegt nám. Með óformlegu námi er átt við nám sem ekki á sér stað á vegum skilgreindra menntastofnana og endar með prófi. Í óformlegu námi er þó unnið að fyrirfram settum markmiðum og leiðbeinendur veita þann stuðning sem þarf til að þau náist innan ákveðins tímaramma. Í frístundastarfi á sér einnig stað svokallað tilviljanakennt nám en það er nám í gegnum viðfangsefni í daglegu lífi í tengslum við vinnu, fjölskyldu eða frítíma. Ekki er um að ræða skipulagða fræðslu hvað varðar markmið, námstíma eða stuðning og er yfirleitt ómeðvitað.

Afþreyingargildi – Að skemmta sér, hlæja og verja tíma í góðum hópi án sýnilegs markmiðs er mikilvægur hluti af lífinu og nauðsynlegt að skapa börnum, unglingum og ungu fólki tíma og aðstöðu til afþreyingar undir þessum formerkjum. Börn og unglingar hafa þörf fyrir að tilheyra hópi, eiga í samskiptum og njóta samveru með jafningjum. Þar að auki sýna rannsóknir fram á mikilvægi þess að börn og unglingar geti litið til annara fullorðinna, auk foreldra sinna, sem fyrirmynda og mynda við þá tengsl.

Starfsmenn

Starfsmenn

 • Nína Björk Grétarsdóttir
  Nína Björk Grétarsdóttir Frístundaleiðbeinandi

  Nína Björk er nýjasti og tíundi starfsmaður Tíunnar. Nína starfar líka með 6-9 ára börnum í Töfraseli yfir daginn en með unglingunum á kvöldin.

  • Jónína Björk Bogadóttir
   Jónína Björk Bogadóttir Frístundaleiðbeinandi

   Jónína verður að vinna með 10-12 ára börnum og unglingum í vetur. Jónína er gullmoli úr Grafarvoginum sem vinnur á mánudags og miðvikudagskvöldum.

   • Una Birna Haukdal
    Una Birna Haukdal Frístundaleiðbeinandi

    Una er komin aftur til starfa í Tíunni eftir dvöl erlendis og fögnum við því að fá hana aftur. Una verður í 50% starfshlutfalli og verður því bæði í opnunum fyrir 10-12 ára hópinn sem og unglingana á kvöldin. Una er bæði skapandi og skemmtileg og ætlar hún að halda utan um þá unglinga sem vilja taka þátt í sköpunar og hönnunarklúbbnum sem við köllum Stíll.

    • Jón Ragnar Björgvinsson
     Jón Ragnar Björgvinsson Frístundaleiðbeinandi

     Jón Ragnar eða Nonni eins og hann er oftast kallaður hóf störf í Tíunni í haust en er ekki nýr starfsmaður í Árseli þar sem hann hefur verið að vinna með yngri börnunum í Töfraseli. Nonni verður að vinna á mánudags og föstudagskvöldum. Nonni ætlar að halda utan um alla þá áhugasömu unglinga sem vilja læra og nota Stúdíó10 sem er hljóð-og myndvinnsluherbergið okkar.

     • Hans Hektor Hannesson
      Hans Hektor Hannesson Frístundaráðgjafi

      Hans er mikill snillingur og sérfræðingur Tíunnar í tölvuleikjum og alls konar spilum. Hans verður tímastarfsmaður í vetur.

      • Sandra Lilja Björnsdóttir
       Sandra Lilja Björnsdóttir Frístundaleiðbeinandi

       Sandra er einn af reynslumestu starfskröftum Tíunnar. Hún er einstakur karakter og mjög mikilvægt púsl í frábæru púsluspili okkar í Tíunni. Sandra verður í 50% starfshlutfalli í vetur og vinnur bæði á daginn með 10-12 ára aldurshópnum og einnig á kvöldin með unglingunum.

       • Hildur Björk Scheving
        Hildur Björk Scheving Aðstoðarforstöðukona

        Hildur Björk Scheving var ráðin sem aðstoðarforstöðukona í Tíuna í fyrra. Hildur verður starfandi á daginn og kvöldin. Hildur er frábær og eru örugglega margir unglingar spenntir að geta eytt meiri tíma með henni í viku hverri. Hildur ætlar að halda utan um 10. bekkinn þetta árið. Hildur verður einnig tengiliður Tíunnar við Selásskóla.

        • Birna Daðadóttir Birnir
         Birna Daðadóttir Birnir Aðstoðarforstöðukona

         Birna hóf störf haustið 2017 sem aðstoðarforstöðumaður og er í 100% starfi og starfar bæði með 10-12 ára og unglingum. Birna er algjör æðibiti sem er með allt skipulag á hreinu.  Birna vinnur á mánudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld. Birna er tengiliður Tíunnar við Árbæjarskóla.

         • Bjarni Þórðarson
          Bjarni Þórðarson Forstöðumaður

          Bjarni er forstöðumaður Tíunnar. Bjarni vinnur með unglingunum og í 10-12 ára starfinu. Bjarni ætlar að halda utan um Ungmennaráð Árbæjar. Bjarni er tengiliður Tíunnar við Ártúnsskóla.

         Markmið

         Opnunartímar

          5. – 7. bekkur

         Mánudagar: 14:00-16:00 (skráning inn á http://arsel.is/tian/skraning/)

         Þriðjudaga: 14:00-16:00 (skráning inn á http://arsel.is/tian/skraning/)

         Miðvikudagar: 14:00-16:00 (skraning inn á http://arsel.is/tian/skraning/)

         Fimmtudaga: 14:00-16:00 (skráning inn á http://arsel.is/tian/skraning/)

         Föstudaga 14:00-16:00 (skráning inn á http://arsel.is/tian/skraning/)

         8.-10. bekkur

          Mánudagar: 12:40-14:00 og 19:30-22:00

         Þriðjudagar: 12:40-14:00

         Miðvikudagar: 12:40-14:00 og 19:30-22:00

         Fimmtudagar: 12:40-14:00

         Föstudagar: 12:40-14:00 og 19:30-23:00

         Contact Us

         We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

         Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt