Tían verður Ársel

 í flokknum: Tían

Í ljósi nýrrar reglugerðar verða félagsmiðstöðvar með stafrænt starf þar til við fáum önnur fyrirmæli. Það verður því miður ekki opið hjá okkur meira á þessu ári. Við hvetjum alla að fylgjast með félagsmiðstöðinni á samfélagsmiðlum. Starfsfólk verður með einhverjar uppákomur á miðlunum okkar á meðan staðan er svona. Starfsfólk mun einnig rölta um hverfið og heilsa upp á börn og unglinga sem þau hitta.

Allir viðburðir sem auglýstir voru falla því niður og þeir sem voru búnir að skrá sig og greiða fyrir þátttöku fá endurgreitt.

 

Á fundi velferðaráðs og skóla- og frístundaráðs 8. júní s.l. var samþykkt að fækka borgarhlutum úr fimm niður i fjóra í Reykjavík. Jafnframt var ákveðið að fara af stað með verkefni sem ber heitið „Betri borg fyrir börn“ inn í alla borgarhlutanna. Eitt helsta markmið með „Betri borg fyrir börn“ er að samþætta ennfrekar starf og þjónustu SFS og Velferðasviðs inn í öllum borgarhlutum. Jafnframt verður hluti af miðlægri stoðþjónustu Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi færð út í borgarhlutanna.

Í samræmi við ákvörðun um fækkun borgarhluta var tillaga um sameiningu frístundamiðstöðvanna Ársels og Gufunesbæjar lögð fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar þriðjudaginn í ágúst s.l og var hún samþykkt. Þetta þýðir af frá og með áramótum 2021 – 2022 verður ein frístundamiðstöð starfrækt fyrir Ártúnsholt, Árbæ, Norðlingaholt, Grafarholt, Úlfársfellsdal og Grafarvog. Frístundamiðstöðvarnar Ársel og Gufunesbær verða lagðar niður í núverandi mynd og ný frístundamiðstöð tekur við starfseminni sem mun bera ábyrgð og vera með yfirstjórn allra frístundaheimila og félagsmiðstöðva í borgarhlutanum.

Nú í haust og fram að áramótum verið unnið hörðum höndum að skipuleggja nýja frístundamiðstöð með öllu því sem þarf að hafa í huga m.a. að finna nýtt nafn á sameiginlega frístundamiðstöð. Samhliða þessu var tekin sú ákvörðun að félagsmiðstöðin Tían sem þjónustar börn og unglinga í Ártúnsholti,  Árbæ og Selásnum fengi aftur sitt upphaflega nafn sem félagsmiðstöðin Ársel og tekur þessi ákvörðun gildi núna um áramótin.

 

Félagsmiðstöðin Ársel opnaði 1981 og fagnaði því 40 ára afmæli á þessu ári. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir til að halda upp á afmælið í haust þá gekk það ekki upp vegna takmarkana og vonumst við til þess að geta boðið núverandi sem og fyrrverandi Árselingum í heimsókn þegar léttir á takmörkunum.

 

Starfsfólk Tíunnar/Ársels þakkar öllum samstarfið á árinu og óskum ykkur gleðilegrar samveru yfir hátíðirnar.

 

 

Dear parents

 

Tían youth center will be closed for the rest of this year due to new regulations regarding Covid-19. Tían will be digital during this time and the staff will as well walk around Árbær and chat with children and teenagers they meet. All events we had planned and advertised will be cancelled. For everyone who had already registered and payed for these events will be fully reimbursed.

 

In a meeting with the council of SFS (school and leasure department) it was decided to unify two leisure centers, Ársel and Gufunesbær. This new leisure center will start january 1st 2022.

It will take up a new name that still hasn´t been decided.

Tían will change it name to Ársel. In 1981 the youth center was given the name Ársel so it will get it´s old name back.

We are still waiting for a good time to celebrate our 40th anniversary. Hopefully we can celebrate in the beginning of next year.

 

From all the staff members of Tían/Ársel we thank you for all the cooperation and wish you a happy holidays.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt