Tían hefur störf að nýju

 í flokknum: Tían

Eftir gott sumarfrí var opnað á ný í Tíunni miðvikudaginn 25. ágúst. Mætingin var frábær og má segja að húsið hafi verið yfirfullt í hádeginu fyrir unglingana og í 10-12 ára opnuninni.

10-12 ára starfið

Í byrjun árs verðum við að skipta tímunum jafnt á milli skólanna. Árbæjarskóli fyllti húsið og var mikil gleði og ánægja í fyrstu opnuninni. Selásskóli mætir svo í dag (fimmtudaginn 26. ágúst) og Ártúnsskóli á morgun (föstudaginn 27. ágúst). Svona rúllum við þessu þar til að ný reglugerð tekur gildi. Á meðan við skiptum hópunum upp á þennan hátt verður ekki krafa um að skrá barnið sitt í starfið. Við sendum kynningu á skráningu þegar við getum opnað fyrir alla.

 

Unglingastarfið

Opið er fyrir 8.-10. bekk í hádeginu alla daga vikunnar. Undanfarið ár hefur verið fullt hús frá kl. 12:40 en Tían er opin til kl. 14:00 mánudaga til föstudaga. Félagsmiðstöðin er opin fyrir unglinga mánudags, miðvikudags og föstudagskvöld frá kl. 19:30 til 22:00 nema á föstudögum er opið til 23:00. Auglýst dagskrá lýkur þó ávallt í síðasta lagi 22:00. Margskonar hópastarf verður í boði, allt frá því að vera í ungmennaráði sem sér um að berjast fyrir réttindum unglinga yfir í að njóta sín í listum og sköpun í hóp sem er kenndur við Stíl. Unglingar fá kynningu á hópastarfi Tíunnar á næstu dögum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt