Sumarsmiðjur 10-12 ára

 í flokknum: Fókus

Heil og sæl,

Núna á morgun miðvikudaginn 13.maí hefst skráning í sumarsmiðjurnar hjá okkur fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Smiðjurnar verða með svipuðu sniði og hafa verið seinustu ár nema það að við verðum með tvö útibú þetta sumarið.

Fókus húsnæðið sem er staðsett fyrir utan Ingunnarskóla og nýi skúrinn okkar sem er staðsettur fyrir utan Sæmundarskóla. Við viljum taka það skýrt fram að þótt að útibúin séu staðsett við þessa skóla að þá er þetta ekki skólaskipt og þið getið skráð börnin í þær smiðjur sem þeim líst best á. Sama má segja með börn í Dalskóla að þau geta skráð sig á öðrum hvorum staðnum eins og þau vilja.

Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að finna eitthvað við sitt hæfi. Tímabil starfsins er 8 júní til 8 júlí. 2020.
Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting í smiðjur og á viðburði er á ábyrgð forráðamanna. Mikilvægt er að börn komi klædd eftir veðri og með þann útbúnað sem er tilgreindur við hverja smiðju ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

Skráning er í allar smiðjur vegna takmörkunar á hópastærð. Skráning hefst í sumarsmiðjurnar 13. maí, 2020 kl. 10.00 á  sumar.fristund.is. Til að skrá sig inn á síðuna þarf íslykil eða rafræn skilríki í farsíma. Athugið að ekki er hægt að nota frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Ef það eru einhverjar spurningar þá ekki hika við að heyra í okkur 🙂
Bestu sumar kveðjur,
Fókus staff

Gsm Ingó: 664-7623
Gsm Sæmó: 664-7607

Þið getið nálgast smiðjur, kostnað og aðrar upplýsingar í meðfylgjandi hlekk:

Sumarstarf

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt