Sumarsmiðjur 10-12 ára í ágúst

 í flokknum: Fókus

Kæru foreldrar/forráðamenn

Eins og þið vitið höfum við verið með 10-12 ára smiðjur núna í júní og júlí en búið er að bæta tveimur vikum til viðbótar við starfið í lok ágúst. Skráning hófst klukkan 10:00 í morgun á sumar.fristund.is. Til að skrá sig inn á síðuna þarf íslykil eða rafræn skilríki í farsíma. Athugið að ekki er hægt að nota frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þessa auknu þjónustu svona rétt áður en skólastarf hefst á ný. Við munum halda áfram með 10-12 ára starfið í haust við alla skólana í hverfinu og því teljum við þátttöku þeirra í sumarsmiðjunum vera góða leið fyrir börnin til að kynnast öðrum krökkum í hverfinu sem og starfsfólki og starfinu í Fókus.

Smiðjurnar í ágúst munu verða staðsettar í Fókus við Ingunnarskóla, Kirkjustétt 2-6. Öll 10-12 ára börn í Grafarholti og Úlfarsárdal eru velkomin að skrá sig í smiðjurnar.
*Skráning er í allar smiðjur vegna takmörkunar á hópastærð.

Smiðjurnar getið þið fundið hér.

Athugið að til að uppsögn á smiðju taki gildi þarf að segja henni upp viku fyrr.
Við hvetjum ykkur til að hringja inn veikindi á opnunartíma eða senda okkur sms eða tölvupóst utan opnunartíma.

Ef einhverjar spurningar vakna um sumarstarfið er hægt að ná í okkur gegnum tölvupóst á fokus@rvkfri.is eða í síma 411-5820.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt