Frístundaheimilið Stjörnuland hefur umsjón með skipulagðri tómstundadagskrá fyrir börn í 1.-4. Bekk í Ingunnarskóla. Stjörnuland er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:30-17:00, staðsett við Kirkjustétt 2-6.
Kristín Einarsdóttir forstöðumaður Gsm: 695-5091 , kristin.einarsdottir@reykjavik.is.
Leiðarljós frístundaheimila er að hvert barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að efla félagsþroska hvers barns og virðingu þess fyrir sjálfu sér, öðrum og umhverfi sínu. Við teljum mikilvægt að efla sjálfstæði og sjálfsmynd hvers barns og gera því kleift að kynnast eigin möguleikum. Þá er markmið með starfsemi frístundaheimila ekki síst að kynna ólíkar tómstundir fyrir barninu og veita börnum og foreldrum heildstæða þjónustu. Að ofangreindu má ljóst vera að barnið og vellíðan þess er þungamiðjan í daglegu starfi.
Við lítum svo á að barnið þroskist og læri með því að taka virkan þátt í daglegu starfi frístundaheimilisins: í útivistinni, í frjálsa leiknum og í skipulögðu hópastarfi. Við teljum að börn læri best með því að framkvæma (reynslunám/learning by doing) og að allir séu góðir í einhverju – enginn er góður í öllu. Eftirfarandi atriði lýsa vel nálgun okkar til að vinna að markmiðum starfsins:
• Leitumst eftir samstarfi við íþróttafélög, tónlistarskóla,skáta og önnur félög/stofnanir sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn