Starfsemi Tíunnar næstu dagana

 í flokknum: Tían

Miklar breytingar verða á starfsemi Tíunnar vegna Covid-19 veirunnar. Hefðbundið starf eins og við þekkjum það víkur fyrir eftirfarandi starfsemi sem hefst á miðvikudaginn 18. mars. Ekkert starf er á morgun þriðjudaginn 17. mars. Margt getur þó breyst á næstu dögum og viljum við benda foreldrum að fylgjast vel með starfi Tíunnar inn á facebook síðunni eða hér inn á heimasíðunni.

Starfsemin verður eftirfarandi:

Hefðbundið 10-12 ára starf fellur niður í Tíunni. Allar smiðjurnar í mars falla niður. Starfsfólk Tíunnar mun bjóða ákveðnum hópum í 5.-7. bekk að koma í heimsókn á ákveðnum dögum á sama tíma og verið hefur (kl. 14:00-16.00). Samstarf frístundastarfs og skóla skiptir miklu máli á tímum sem þessum og viljum við halda sambærilegu verklagi. Barnið þitt mun fá kynningu á því hvenær það má koma í Tíuna. Ekkert barn má koma í Tíuna nema tilheyra þeim hópi sem á tíma þann dag.

Unglingastarf Tíunnar verður með þeim hætti að einblínt verður á hópastarf. Almennar opnanir falla því niður og er dagskráin því ekki lengur í gildi. Hópastarfið verður auglýst betur á morgun. Starfsfólk og unglingar ætla einnig að halda úti rafrænni félagsmiðstöð. Rafræn félagsmiðstöð er þróunarverkefni sem sprettur upp af illri nauðsyn og ekki þekkt hér á landi en rafrænar félagsmiðstöðvar eru þekktar á norðurlöndunum. Unglingar eru miklir samfélagsmiðlanotendur og sem aldrei fyrr hvetjum við unglinga að eiga í samskiptum í gegnum þessa miðla. Félagsmiðstöðin Tían verður með mikið fræðsluefni fyrir unglinga og foreldra á Facebook og hvetjum við alla foreldra að taka virkan þátt í umræðunum.

Nánari útskýringar og auglýsingar um breytta starfshætti birtast inn á facebook síðu Tíunnar á næstu dögum.

Starfsfólk Tíunnar eru að reyna að gera sitt allra besta við að halda frístundastarfinu gangandi í þessum furðulegu aðstæðum. Enginn veit hvernig best er að gera hlutina en ákvarðanir okkar eru teknar í samstarfi við skólana og með heilsu barna og unglinga í huga.

Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið einhverjar spurningar

Kærar kveðjur

Bjarni og starfsfólk Tíunnar

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt