Rafrænt starf í Fókus
Heil og sæl,
nú hefur Fókus breyst í rafræna félagsmiðstöð.
Nánari upplýsingar eru hér fyrir neðan, ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið okkur skilaboð á fokus@rvkfri.is.
Unglingastarfið:
Nú er unglingastarfið alfarið rafrænt og fer að mestu leyti fram á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega á Instagram. Við hvetjum alla til að skoða Instagram síðuna okkar reglulega, en daglega setjum við inn nýtt efni, keppnir og erum til taks ef einhver vill spjalla. Við setjum inn rafræna dagskrá vikulega og erum með „Hotline“, þ.e. símalínu, tvisvar í viku þar sem unglingarnir geta hringt í vinnusímann og spjallað við okkur ef þau vilja.
10-12 ára starfið:
Þar sem við getum ekki tekið á móti krökkunum næstu tvær vikurnar vildum við minna á vefsíðuna okkar fyrir 10-12 ára starfið. Þar er að finna nóg af skemmtilegu og fjölbreyttu afþreygingarefni fyrir krakkana og alla fjölskylduna.
Við uppfærum síðuna reglulega og bætum við nýju efni. Endilega látið okkur vita ef ykkur dettur eitthvað sniðugt í hug sem ykkur finnst vanta og við getum sett inn á síðuna 🙂