Óskað eftir umsóknum í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar

 í flokknum: Birt á forsíðu, Óflokkað, Tían

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar.
• Tilgangur sjóðsins er að styðja við verkefni sem að stuðla að eftirtöldum þáttum í hverfum borgarinnar:

Eflingu félagsauðs, samstöðu og samvinnu íbúa
Fegrun hverfa
Auknu öryggi
Auðgun mannlífs

Sjóðurinn skal styrkja hverfisbundin félagasamtök, íbúa og aðra þá sem vilja leggja sitt af mörkum og standa fyrir hverfistengdum verkefnum og/eða viðburðum með framangreind markmið til hliðsjónar. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einu eða fleiri hverfum allt árið um kring. Sjá nánar hvernig hverfin skiptast hér.
Heildarfjárhæð styrkja fyrir árið 2019 er kr. 20.000.000 sem skiptist á milli 10 hverfa borgarinnar.
Ákvörðun um úthlutun úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar er tekin af íbúaráðum Reykjavíkurborgar. Mannréttinda – og lýðræðisskrifstofa annast úthlutun þar til íbúaráðin taka til starfa að nýju.
Áður en sótt er um er mikilvægt er að kynna sér úthlutunarreglur Hverfissjóðs sem og reglur Reykjavíkurborgar um styrki. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um.
Nánar um Hverfissjóð og umsóknir

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt