Opnanir og febrúar dagskrá í Árseli

 í flokknum: Tían

Hér má sjá hvernig febrúar verður háttað í Árseli.

Unglingarnir eru með hefðbundna opnun þar sem allir árgangar geta mætt í allar opnanir. Fjölbreytt dagskrá verður í boði og eins og undanfarin ár verður vika sex tileinkuð fræðslu um kynlíf.  Reykjavíkurborg leggur mikla áherslu á að unglingar fái kynfræðslu og teljum við mikilvægt að vandað sé til verka þegar þetta viðkvæma málefni er tekið fyrir. Í flestum evrópuríkjum er kynfræðsla skyldufag en því miður hefur það ekki verið sett inn sem skyldufag. Unglingar velta þessum málum mikið fyrir sér og hugmyndir þeirra um kynlíf koma ekki alltaf úr bestu áttum. Unglingarnir fengu að ráða hvaða þema yrðu fyrir valinu þetta árið og völdu þau kynlíf og menningu. Því ætlum við í samstarfi við fagaðila að ræða kynlíf eins og það birtist í menningu unglinga, í bíómyndum, þáttum lagatextum osfrv. Einnig verður farið í fræðslu sem ber heitið „Virðum mörkin“ sem að Sjúk ást gaf út um árið.

10-12 ára börn í Árbæjarskóla, Ártúnsskóla og Selásskóla skipta með sér opnunum í febrúar. Í samstarfi við skólana höfum við ákveðið að halda áfram með hólfaskiptanir og má sjá á dagskránni okkar hvernig skiptingin er eftir dögum.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt