Opið fyrir unglinga í Tíunni vikuna 26.-30. október

 í flokknum: Tían

Félagsmiðstöðin Tían verður áfram með árgangaskipta daga þessa vikuna. Undanfarnar vikur höfum við þurft að skipta dögunum upp og hefur verið áhugavert að sjá hvernig unglingarnir bregðast við. Mikil mæting hefur verið hjá 10. bekknum á föstudögum og teljum við þessa skiptingu hafa jákvæð áhrif á unglingana og er þá frekar hægt að leggja áherslu á hvern árgang fyrir sig.

Ástæða hólfunar sem þessari er til þess að minnka líkurnar á smitum en rýmið í félagsmiðstöðinni er takmarkað og getur verið erfitt að passa upp á snertingar og fjarlægð þegar um 100 unglingar eru í starfinu á hverjum degi.

Við sendum út upplýsingapóst aftur í vikulok.

Hlökkum til að sjá alla aftur 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt