Október dagskrá Tíunnar fyrir unglinga í 8. -10. bekk
Hér má sjá dagskrá fyrir október mánuð. Tíuráð í samráði við unglingana í hverfinu settu upp spennandi dagskrá sem að við vonumst til að geta framkvæmt. Við erum sífellt að laga starfið okkar að tilmælum stjórnenda vegna Covid-19 og erum við ávallt með hag barnanna í huga.
Það er flókið að halda úti félagsmiðstöðvastarfi í þessu árferði en við reynum að halda óbreyttu starfi en hvetjum alla að hreinsa hendur vel áður en mætt er í starfið. Við erum að skoða möguleikann á að hólfaskipta svæðum og látum við vita þegar/ef breytingar taka gildi. Engir sameiginlegir viðburðir með öðrum félagsmiðstöðvum eru á dagskrá í október.
Mætingin í Tíuna hefur verið mjög góð og eru 60-100 unglingar að koma til okkar á kvöldin og stemningin í hópnum hefur verið mjög góð.