Nóvember fyrir unglinga

 í flokknum: Tían

Nóvember er kominn og dagskráin í starfi Tíunnar líka.

Í unglingastarfinu verða margir skemmtilegir viðburðir á dagskrá. Við byrjum á Skrekk sem er hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Árbæjarskóli fer í Borgarleikhúsið á miðvikudaginn með hóp af unglingum sem nældu sér í miða. Við í Tíunni ætlum að vera með sýningu á öllum undankvöldunum fyrir alla sem vilja fylgjast með en fengu ekki miða.

Nokkrir unglingar úr nemendaráðinu og ungmennaráðinu fara saman á Landsmót Samfés helgina 12.-14. nóvember. Landsmótið er haldið á hverju ári og senda allar félagsmiðstöðvar landsins unglinga til þess að ræða málefni ungs fólks, kjósa í ungmennaráð Samfés og skemmta sér saman.

Langt er liðið frá balli í félagsmiðstöðinni en nú ætlum við að endurvekja gamla hefð sem er Þrennuballið. Unglingarnir óska reglulega eftir því að hafa ball í Tíunni og hefðin er að halda ball með félagsmiðstöðvunum Fókus og Holtinu á þessum árstíma. Ballið verður föstudaginn 19. nóvember og verður það í höndum unglingana að skipuleggja þennan skemmtilega viðburð.

Þið getið skoðað dagskrána hér

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt