Mars dagskráin í Tíunni fyrir 10-12 ára

 í flokknum: Tían

Hér má sjá dagskrána fyrir mars mánuð fyrir 5.-7. bekk. Við höfum opnað fyrir hefðbundið starf sem er að öll börn í 5.-7. bekk í Árbæjar, Ártúns- og Selásskóla mega koma til okkar alla virka daga milli kl. 14-16.

Við erum svo ánægð að geta hafið hefðbundið starf að nýju. Mörg börn sem áður tóku þátt alla virka daga hafa þurft að sætta sig við það að koma aðeins einu sinni á 9 daga fresti á takmörkunartímanum. Krakkarnir eru spenntir fyrir því að geta komið oftar og erum við spennt að hefja starfið aftur eins og það á að vera.

Hvernig getur barnið mitt tekið þátt?

Það geta allir tekið þátt í starfinu. Börnin koma til okkar eftir að skóla lýkur.

Foreldrar eru beðnir að skrá börnin sín hér á heimasíðunni okkar, hlekkur https://arsel.is/tian/skraning/

Ef foreldrar vilja skrá börnin sín yfir lengra tímabil, mánuð eða jafnvel alla önnina, þá er um að gera að hafa samband við okkur í síma 411-5810 eða í netfangið tian@rvkfri.is

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt