Holtið er ein af þremur félagsmiðstöðvum sem reknar eru af frístundamiðstöðinni Árseli. Holtið er staðsett í gamla Mest húsinu, við Norðlingabraut 12. Markhópur Holtsins eru börn og unglingar í 5. – 10. bekk búsett í Norðlingaholti.
Gísli er nýr starfsmaður í Holtinu. Gísli stundar nám í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Áður en Gísli hóf störf í Holtinu vann hann í félagsmiðstöðinni Dimmu í Kópavogi þar sem sló rækilega í gegn sem tik-tok stjarna.
Gísli er í 44% starfi og vinnur með 10-12 ára, rafíþróttaliðinu Mysterii og unglingum á kvöldin.
Elín Helga er nýr starfsmaður í Holtinu. Elín kemur frá Akureyri og er því þriðji og nýjasti Akureyringurinn í starfsmannahóp Holtsins. Elín er útskrifuð af félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri og stundar í dag meistaranámí við Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á áhættuhegðun og velferð ungmenna.
Elín Helga er í 35% vinnur bæði með 10-12 ára á daginn og unglingum á kvöldin.
Alexander er í 53% starfi og vinnur með unglingum á kvöldin og miðstigi á fimmtudögum.
Alexander er fæddur og uppalin á Stokkseyri og er mikill íþróttaálfur í eðli sínu. Alexander stundar nám í Íþróttafræði við Háskóla Íslands og kemur í vinnuna stútfullur af hugmyndum og skemmtilegum hlutum í tengslum við hreyfingu og íþróttir. Alexander er einnig einstaklega öflugur tölvuleikjaspilari og vinnur með rafíþróttaklúbb Holtsins, MysterII.
Harpa Rós er í 45% starfshlutfalli hjá Holtinu og vinnur með miðstigi á daginn, unglingum á kvöldin ásamt því að vera einn af starfsmönnum ungmennaráðs Árbæjar. Harpa er Breiðhyltingur í húð og hár og uppáhalds maturinn hennar er rjómapasta. Þegar Harpa er ekki í vinnunni stundar hún nám í Tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ.
Kristín Björg, eða Krilla eins og hún er oft kölluð, er í 62% starfshlutfalli hjá Holtinu og vinnur með 10-12 ára á daginn og unglingum á kvöldin. Krilla kemur frá Grafarholtinu og elskar útiveru, ferðalög og tortillur (eða torkrillur eins og hún kallar það).
Krilla stundar einnig kennaranám við HÍ samhliða vinnu.
Jóhannes Ágúst er í 33% starfi og vinnur með unglingum á kvöldin ásamt því að sjá um tónlistarklúbb Holtsins og upptökuver.
Jóhannes Ágúst kemur frá Eyrinni á Akureyri og elskar ekkert meira en nammibarinn í Hagkaup og Greifann. Jóhannes Ágúst er menntaður tónlistarmaður og ver hann mest öllum sínum tíma í studio-Holtsins að þjálfa unga og upprennandi tónlistarmenn Norðlingaholtsins.
Sandra Dís byrjaði haustið 2015. Sandra er í 100% vinnu sem forstöðukona. Sandra vinnur með 10-12 ára og unglingum ásamt því að sjá um Rafíþróttalið (E-sports) Holtsins.
Sandra Dís er ofurmamma frá Blönduósi og síðasti lifandi erfingi Vilko Vöfflu-veldisins. Sandra er reynslubolti í félagsmiðstöðvastarfi og finnst henni skemmtilegast að ferðast, samvera með vinum og horfa á sjónvarpsþættina Peppa Pig.
Nemendaráð Holtsins er opið nemendaráð þar sem allir eru velkomnir. Við upphaf hverrar annar er auglýstur fundartími og hvers sá sem telur sig erindi eiga er velkominn. Nemendaráð kemur með tillögur að viðburðum og dagskráliðum hvern mánuð fyrir sig og aðstoða við að undirbúa og vinna á þeim.
Í Holtsráðinu eru
SAMVINNA, FJÖLBREYTNI OG TRAUST
Áhersla er lögð á fjölbreytt og uppbyggilegt tómstundastarf fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Mikil áhersla er lögð á ungmennalýðræði og að virkja notendur félagsmiðstöðvarinnar í að fylgja hugarfóstri sínu frá hugmynd til framkvæmdar.
Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni tengdum lífsleikni og má þar nefna fræðslu gegn fordómum, forvarnir gegn vímuefnum, stuðningur við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira.
Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra/forráðamenn og alla þá aðila sem koma að uppeldismálum í hverfinu.