Gleðilegt ár 2020

 í flokknum: Tían

Gleðilegt ár og takk fyrir árið 2019.

Haustið 2019 var skemmtilegur tími og það helsta sem ber að nefna er:

  • 10. bekkurinn bauð nýjan árgang velkomin í unglingadeild með svokallaðri Velkomin viku sem endaði með árlegri 8. bekkjarferð og gekk vel og skapaðist góð tenging innan hópsins.
  • Unglingar í ungmennaráðinu létu gott af sér leiða og skipulögðu söfnun fyrir Bergið HeadSpace rétt fyrir jólin. Unglingarnir opnuðu kaffihús fyrir almenning og með sölu á kökum og góðgæti sem þau bökuðu sjálf söfnuðu þau 100.000 kr. fyrir málefnið.
  • 10. bekkurinn skipulagði og hélt utan um árlegt draugahús sem er alltaf einn af vinsælustu viðburðum ársins.
  • Stúdíó10 var opnað aftur eftir langt hlé og eru margir áhugasamir unglingar að skapa og taka upp tónlist.
  • Rafíþróttastarf er nýjung í Tíunni og hafa nú þegar nokkur lið verið stofnuð og hafa þeir unglingar undirbúið tölvuherbergið. Von er á að herbergið verði klárt í næstu viku.
  • Hópur úr 10. bekk fór á Landsmót Samfés og var Tinna María Þorleifsdóttir kjörin í Ungmennaráð Samfés og situr hún þar sem fulltrúi unglinga í kjördæminu Reykjavíkur -Austur.
  • Enski boltinn og pizza var tilraunaverkefni sem við fórum af stað með í haust en það vakti ekki eins mikla lukku og talið var. Því var fallið frá þeim dagskrárlið.
  • Á fimmtudögum var íþróttahús Árbæjarskóla opið fyrir alla þá sem vildu koma og hreyfa sig í góðum félagsskap.
  • Óliver Ingvi Halldórsson keppti fyrir hönd Tíunnar á 20 ára afmæli Rímnaflæðis. Rímnaflæði er hiphop keppni unglinga.
  • Öflugt hópastarf var einnig í Tíunni og fjölmargir áhugaverðir viðburðir sem og fræðslur um málefni unglinga.

Starfsfólk Tíunnar er tilbúið í 2020 og full tilhlökkunar 🙂

Kveðjur úr Tíunni

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt