Frístundaheimilið Víðisel

Frístundaheimilið Víðisel hefur umsjón með skipulögðu frístundarstarfi fyrir börn í 1. til 4. bekk í Selásskóla. Víðisel er starfrækt eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur frá 13:30-17:00, Víðisel er staðsett í Selásskóla við Selásbraut.  

vidisel@reykjavikfri.is

Hildur Björnsdóttir forstöðumaður: 664-7622

hildur.bjornsdottir@reykjavikfri.is

Starfsmenn

Starfsmenn

Hrund

 

 

 

  Leiðarljós og gildi
  Aðgerðaráætlun

  Aðgerðaáætlun

  Í daglegu starfi er leitast við að börnunum líði vel í uppbyggilegu og fræðandi umhverfi. Barnasáttmáli hafður að leiðarljósi við lýðræðisfræðslu.

  Í heimakrók er farið yfir daginn og unnið er með einkennisorð mánaðarins.

  Eftir hugmyndavinnu með börnunum þar sem þau fengu tækifæri til að koma til skila sínum óskum og hugmyndum um frístundastarf fengust góðir áhersluþættir til að vinna frekar með. Farið var af stað með hugmyndavinnu hjá starfsfólki þar sem ætlunin var að velta fyrir sér tilgangi og hlutverki Skýjaborga.Útkoman voru margir áhersluþættir sem ætlunin er að nýta sér til að vinna með þemu hvers mánaðar.

  Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á skapandi starf með börnum, klúbbastarf hefur verið fjölbreytt og munum við halda því áfram.  

  Starfsfólk vill leggja áherslu á: fjölbreytni, jákvæðan aga, skapandi og þroskandi starf, að starfsfólk sé börnunum til fyrirmyndar, gott skipulag, að Skýjaborgir séu staður barnanna, vera vinir barnanna sem börnin geta treyst, að börnunum sé treyst til að hafa áhrif á starfið og hugmyndir þeirra séu virtar og góð samskipti starfsfólks og foreldra.

  Börnin vildu leggja áherslu á: að það sé gaman, að allir eigi vini, enginn sé skilinn útundan, skemmtilega klúbba, skemmtilegt og fjölbreytt val og að líða vel í Skýjaborgum. Einnig var mikil áhersla lög á að fá hollt og gott að borða í hressingu.

  Ágúst: Gleði

  Á haustin er við hæfi að byrja starfið á þann hátt að þeim sem eru nýir líði fljótt vel og að þeir sem voru hér árið áður séu ánægðir með að vera komnir aftur. Unnið verður sérstaklega með gleði þennan mánuð. Áhersla verður á útileiki og að starfsfólk kynnist börnum í leik og börn kynnist hvort öðru. Ætlunin er að allir kynnist í vingjarnlegu umhverfi þar sem leikir og gleðin sem þeim fylgja eru í fyrirrúmi.

  Starfsfólk getur þannig unnið með að verða vinir barnanna og styrkt þá tilfinningu barnanna að Skýjaborgir séu staður þeirra.

  • Haust
  • Heildagsvistun til 18. ágúst
  • Undirbúningur fyrir vetrarstarf
  • Frístundaheimilið opnar 22.ágúst
  • Leggjum áherslu á útiveru
  • Allir foreldrar fá bækling um helstu atriði og kynningu á valkerfinu

  September: Virðing

  Það er tilvalið að gleði fylgi svo virðing. Það er gott fyrir alla að læra sem fyrst að öllum líður betur þegar fólk ber virðingu hvort fyrir öðru og umhverfi sínu. Unnið verður með hugmyndir starfsfólks um að vinna með jákvæðum aga og að starfsfólk sé börnunum til fyrirmyndar. Klúbbastarfið hefst og þar læra börn að bera virðingu fyrir skuldbindingum sínum ásamt því að sjá að borin sé virðing fyrir óskum þeirra. Sérstök áhersla verður lögð á hugmyndir barnanna um að allir séu vinir í Skýjaborgum og að engin sé skilinn útundan.

  • Fréttabréf gefið út
  • Foreldrakynning í Vesturbæjarskóla fyrir börn í 1. bekk
  • Hópastarf byrjar
  • Kynning á vináttuþjálfunarverkefni Skýjaborga og Vesturbæjarskóla

  Október: Samvinna

  Október er samvinnumánuður. Skipulagðir leikir þar sem samvinna gefur besta útkomu verða leiknir í íþróttasal og börn vinna með starfsfólki í að skapa áhugaverða klúbba. Hluti af starfinu mun miðast við það að börn og starfsfólk hjálpast að við að starfið sé skemmtilegt og að allt gangi vel.

  Opið hús og foreldrafundur eru á dagskrá og þar er kjörið að vinna með hugmyndir um góð tengsl við foreldra.

  • Opið hús í skýjaborgum
  • Fréttabréf
  • Fræðslunámskeiðin fyrir starfsmenn
  • Hrekkjavaka
  • Vetrarfrí 20.-25. okt

  Nóvember: Jafnræði

  Jafnræði er þema mánaðarins og unnið verður í mánuðinum með barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Það felur í sér ýmsa leiki og góðar umræður um réttindi barna og þar á jafnræði og jafnrétti lykilsess. Börn fá aukið tækifæri til að tjá sig um starfið og hafa áhrif á það í heimakrók.

  • Kynna barnasáttmála sameinuðu þjóðanna
  • Fréttabréf
  • Baráttudagur gegn einelti. Unnið með eineltisfræðslu og forvarnir.
  • Jólabasar undirbúningur – föndra/baka

  Desember: Ábyrgð

  Í jólamánuðinum vinnum við með ábyrgð og það sem henni fylgir. Rætt verður um það að hvaða leiti börnin bera ábyrgð á sér sjálf og hver ábyrgð þeirra sé hvers gagnvart öðrum. Hugmyndir barnanna um að allir eigi vini í Skýjaborgum og að öllum líði vel verða hafðar að leiðarljósi.

  • Jólaföndur og jólagleði
  • Jólabasar og skemmtiatriði
  • Fréttabréf barnanna kemur út
  • Langir dagar í jólafríi
  • Skýrslugerð

  Janúar: Virðing

  Nýju starfsári fylgir oft nýtt starfsfólk. Það er vel við hæfi að vinna með gagnkvæma virðingu starfsfólks og barna. Starfsfólk leggur sig fram við að tengjast börnunum og ýta undir jákvæð samskipti og gagnkvæma virðingu.

  • 3. og4. janúar – heill dagur
  • Klúbbastarf – hefst um miðjan janúar-
  • Hugmyndavinna fyrir Barnamenningahátíð
  • Ráða nýja starfsmenn ef þarf

  Febrúar: Gleði

  Öskudagurinn er í febrúar og þema mánaðarins er gleði. Boðið verður upp á það í upphafi mánaðar að þeir sem það velja geta hannað sér búning í listasmiðju. Skapandi starf og gleði verður í fyrirrúmi.

  • Klúbbastarf heldur áfram
  • Undirbúningur fyrir öskudaginn
  • Fréttabréf
  • Fyrstu fundir vegna sumarstarfs haldnir
  • Skráning á Rafræna Reykjavík vegna Skólaársins 2017/2018 hefst í lok febrúar
  • Foreldrakaffi

  Mars   Jafnræði

  Í mars eru margir heilir dagar og mannréttindavika. Í mannréttindaviku verður unnið með hugmyndir barna um mannréttindi í gegn um umræður og alls kyns leiki. Í mannréttindaviku verður í boði fyrir börnin að hafa áhrif á starfið á heilu dögunum í lok mánaðar og unnið þannig með að þróa hugmyndir þeirra um jafnræði þeirra á milli og að starfsfólk beri virðingu fyrir þeim og hugmyndum þeirra.

  • mannréttindavika
  • Fréttabréf kemur út
  • Heilir dagar í páskafríi  
  • Páskaföndur

  Apríl: Samvinna

  Barnamenningarhátíð er í apríl. Samvinna er þema mánaðarins og sótt verður um styrk til að vinna samvinnuverkefni með starfsfólki Skýjaborga, listamönnum í Reykjavík og börnunum í Skýjaborgum. Verkefnin verða þess eðlis að þau byggja á samvinnu barna og listamanna.

  • Skóli byrjar aftur  eftir páskafrí
  • Undirbúningur á sumarstarfi
  • Barnamenning og opið hús fyrir foreldra
  • Fréttabréf
  • Undirbúningur fyrir  kassabílarallý?
  • Kanna sérstaklega þörfina hjá foreldrum stuðningsbarna á þjónustu í sumar

  Maí: Ábyrgð

  Í lok árs er alltaf gaman að taka til það sem starfið hefur gefið af sér það árið. Í maí er áætlað opið hús fyrir foreldra. Þá verður hægt að sjá hvernig starfsfólk og börnin hafa unnið í sameiningu með hugmyndir sína sem listaðar eru að ofan til dæmis með klúbbastarfi. Klúbbar munu allt árið halda utan um sín gögn og verkefni og gera foreldrum mögulegt að sjá afraksturinn

  • Fimmtudaginn 1. maí lokað
  • kassabílaþema
  • Kassabílarallý?
  • Göngutúrar og áhersla á útiveru
  • Opið hús fyrir foreldra
  • 5.. Maí uppstigningardagur – fimmtudagur

  Júní: Virðing

  Virðing fyrir náttúrunni og umhverfinu er í fyrirrúmi í síðustu viku vetrarstarfs og í sumarstarfi í júní. Starfsfólk hefur í huga jákvæðan aga og ýtir undir tilfinningu barnanna um að huga vel að umhverfi sínu í gegn um fræðslu og leik

  • júní skólaslit
  • Heildagsvistun tekur við
  • Áhersla á útiveru og stuttar ferðir
  • Sumarfrístund byrjar.

  Júlí

  Contact Us

  We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

  Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt