Fókus færir sig alfarið yfir í rafræna félagsmiðstöð

 í flokknum: Fókus

Kæru foreldrar/forráðamenn

Nú höfum við í félagsmiðstöðinni Fókus ákveðið að færa okkur alfarið yfir í rafræna félagsmiðstöð og því falla niður allar venjulegar opnanir hjá okkur.
Við munum koma til með að vera með alls konar efni, skemmtilegt og fræðandi inná samfélagsmiðlum okkar fyrir 13-16 ára aldurinn. Við viljum því hvetja ykkur að taka spjallið með ykkar krökkum og benda þeim á að þau geta fylgst með okkur í gegnum instagram: Fokusfelagsmidstod, þar mun megnið af efninu koma inn. Þið megið endilega fylgja okkur líka til að fylgjast með hvað er í gangi 😊
Í viðhengi set ég svo reglurnar hjá okkur inná miðlunum okkar og við fylgjumst grannt með öllum samskiptum sem eiga sér stað inná okkar miðlum.

Varðandi 10-12 ára starfið þá höfum við útbúið heimasíðu sem við munum nota til þess að miðla efni til þessa aldurs. Eina sem þið þurfið að gera er að opna í tölvu fyrir þau þennan link hér fyrir neðan og þá geta þau skoðað heimasíðuna. Þar má finna allskonar leiki, myndbönd og margt fleira. Starfsfólk Fókus mun svo setja inn á þessa síðu efni á milli 14-16 á daginn og því hvetjum við ykkur að leyfa þeim að fylgjast með ef áhugi er fyrir því.

Hér má finna linkinn: https://sway.office.com/TDU8sCLGiEdpA8Wb?ref=Link

Ef það eru einhverjar spurningar ekki hika við að heyra í okkur í síma 8656438 eða senda okkur línu 😊

Kær kveðja, Fókus Staff

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt