Félagsmiðstöðvavikan 15.-19. nóvember 2021

 í flokknum: Tían

Félagsmiðstöðvavikan í Reykjavík og á landinu öllu 15. – 19. nóvember 2021

 

Félagsmiðstöðvavikan verður haldin hátíðleg í Reykjavík 15. – 19. nóvember. Markmið vikunnar er að vekja athygli á því uppbyggilega frístundastarfi sem fer fram í félagsmiðstöðvunum fyrir börn og unglinga og kynna það fyrir foreldrum og öðrum áhugasömum.

 

Vegna hertra samkomutakmarkana er ljóst að það verður ekki hægt að bjóða alla velkomna í félagsmiðstöðina eins og undanfarin ár en þess í stað munu félagsmiðstöðvar í Reykjavík nýta alla vikuna til að vekja athygli á starfinu. Starfsfólk félagsmiðstöðva mun leita fjölbreyttra og skapandi leiða í samráði við börn og unglinga til að koma upplýsingum um starfið á framfæri og benda á það mikilvæga uppeldis- og forvarnarstarf sem unnið er að í félagsmiðstöðvum.

 

Starfsfólk félagsmiðstöðva í borginni sendir foreldrum nánari upplýsingar með tölvupósti og kynnir jafnframt starfið á heimasíðum og samfélagsmiðlum viðkomandi félagsmiðstöðvar. Yfirlit yfir félagsmiðstöðvar í Reykjavík er að finna á heimasíðu skóla- og frístundasviðs.

 

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavikan er haldin á öllu landinu fyrir tilstilli SAMFÉS, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en sérstakur félagsmiðstöðvadagur hefur verið haldinn hátíðlegur á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2005.

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt