Félagsmiðstöðvarnar okkar hafa tekið breytingum

 í flokknum: Birt á forsíðu, Fókus

Ákveðið hefur verið vegna samkomubanns og erfiðra aðstæðna til að halda úti hefðbundnu félagsmiðstöðvarstarfi að færa allt starf félagsmiðstöðva Ársels alfarið í rafrænt starf.
Komnar eru af stað rafrænar félagsmiðstöðvar fyrir 13 -16 ára og er hver félagsmiðstöð ( Tían, Holtið og Fókus) með sína rafrænu félagsmiðstöð inn á sínum samfélagsmiðli. Þar er boðið upp á fjölbreytta, skemmtilega og gagnvirka dagskrá sem allir geta tekið þátt í.
Fyrir 10-12 ára börnin hafa verið opnaðar heimasíður og er hver félagsmiðstöð með sína heimasíðu fyrir sín börn. Þetta eru skemmtilegar, fjölbreyttar og fræðandi síður sem verða uppfærðar reglulega. Foreldrar þurfa að aðstoða börn sína að komast inn á síðurnar og ekki væri verra ef þeir tækju þátt með börnum sínum.
Þetta er nýtt og spennandi fyrirkomulag sem starfsmenn félagsmiðstöðvanna hafa verið að þróa síðustu daga og vikur og er spennandi að sjá hvernig til tekst. Nú þegar hafa móttökur og þátttaka verið framar vonum 🙂

Hægt er að nálgast allar nánari upplýsingar um rafræna félagsmiðstöðvarstarfið inn á heimsíðum stöðvanna og facebooksíðum þeirra.
Við viljum hvetja alla til að kynna sér þetta nýja fyrirkomulag félagsmiðstöðva Ársels og hvetjum foreldra til að taka þátt með börnum sínum.

Kveðja starfsfólk félagsmiðstöðva Ársels

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt