Draugahús Tíunnar

 í flokknum: Tían

Hið árlega Draugahús Tíunnar var haldið síðasta föstudag. Þessi viðburður er ein elsta hefð Tíunnar en fyrsta draugahúsið var á dagskrá árið 2005 og hefur þessi viðburður alltaf verið vinsæll meðal unglinga í Árbænum. Mikil vinna og undirbúningur fer í slíkan viðburð og hefur hann verið í höndum unglinga í 10. bekk undanfarin ár. Í ár voru nánast helmingur af öllum unglingum í árganginum sem tóku að sér þetta mikla verk og stóðu sig alveg ótrúlega vel. Undirbúningurinn hófst snemma á þessari haustönn með hungmyndavinnu, handritsgerð, búningagerð og leikaravali. Þegar styttist í viðburðinn sjálfan var mikið verk að skreyta og undirbúa alla fyrir stóra kvöldið. Unglingarnir í 10. bekk lögðu sig alla fram og uppskáru eftir því. Yfir hundrað unglingar fóru í gegnum draugahúsið og heppnaðist kvöldið afar vel. Allir voru ánægðir með kvöldið og eiga allir þeir sem komu að uppsetningu kvöldsins mikið hrós skilið. Takk fyrir okkur 10. bekkur, þið eruð æði.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt