Dagskrá unglinga í félagsmiðstöðinni Tíunni

 í flokknum: Óflokkað, Tían

Hér er dagskrá fyrir unglingana vikuna 7.-11. september. Við vekjum sérstaka athygli á árlegri 8. bekkjarferð á föstudaginn. Ferð með 8. bekknum er vinsæl ferð sem flestir unglingar í 8. bekk hafa tekið þátt í undanfarin ár. Markmið ferðarinnar er að efla hópinn en samstaða innan árganga er mikilvægur þáttur í starfi Tíunnar. Það eru margir nýjir einstaklingar í 8. bekknum og auðvitað blöndun úr þremur skólum. Ferðin hefur slegið í gegn undanfarin ár og er hún til umræðu meðal hópsins lengi áeftir. Einnig nær starfsfólk Tíunnar að kynnast öllum betur og skiptir það einnig máli að unglingarnir þekki starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sinnar.

Hópastarfið í Tíunni er einnig farið af stað en í síðustu viku var kynning á öllum hópunum og geta allir sem hafa áhuga og tíma tekið þátt. Hópastarf hefur ávallt verið öflugt í Tíunni og það verður engin breyting á því á þessu ári. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hóparnir sem verða starfræktir í vetur eru:

Tíuráð: Unglingaráð sem sér um skipulag alls starfs í Tíunni. Hópurinn hittist einu sinni í viku fyrir utan opnanir.

Ungmennaráð: Unglingar sem hafa áhuga á málefnum ungs fólks getur tekið þátt í starfi ungmennaráðs. Þessi hópur tekur að sér alls kyns mál og eitt af þeim verkefnum sem þau fá í hendurnar er að bera á borð borgarstjórnar Reykjavíkur tillögu sem þau vilja sjá breytingar á í þágu ungs fólks. Hópurinn hittist öll mánudagskvöld.

Rafíþróttastarf (E-sports): Mjög vinsælt starf enda margir sem hafa áhuga á tölvuleikjum. Spilaðir eru tölvuleikir undir handleiðslu reyndra starfsmanna. Markmiðin eru að spila tölvuleiki á uppbyggilegan hátt og sem liðsheild. Einnig er unnið með heilsu og hópefli.

Íþróttaklúbbur: Þessi hópur er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að hreyfa sig og kynnast fjölbreyttum íþróttum. Það er ekki nauðsynlegt að kunna eða vera að æfa íþrótt til þess að taka þátt í þessu starfi. Þetta er einmitt hugsað um þá sem vilja hreyfa sig án þess að þurfa að keppa.

Essið: Þetta er hópur sem er opin stelpum sem hafa áhuga á því að spjalla um heima og geyma. Allir þátttakendur fá dagbók sem þær halda utan um og markmiðið er að hlúa að sjálfsmildi, sköpun og skrifum.

Stíll: Hönnunarkeppni Tíunnar þar sem að unglingar fá tækifæri undir handleiðslu starfsmanna að hanna hár, förðun og búning eftir fyrirfram ákveðnu þema. Í lokin er svo haldin keppni og fer sigurvegarinn fyrir hönd Tíunnar á Stíl keppni Samfés sem er ótrúlega flottur viðburður þar sem að félagsmiðstöðvar af öllu landinu keppa um flottustu hönnunina.

Pride hópurinn: Allir unglingar velkomnir í þennan hóp. Hópurinn fræðist um hinssegin málefni og munum við fagna fjölbreytileikanum með því að gera félagsmiðstöðina aðgengilegri fyrir alla.

Stúdíó 110: í Tíunni er upptökuver þar sem tónlistar áhugafólk getur skapað sína tónlist og tekið það upp. Unglingar fá kennslu á forritin í byrjun.

Hlaðvarp (Podcast): Unglingar geta nú fræðst um hlaðvarp, lært á græjurnar og gert sína eigin þætti.

Áhugsamir geta skráð sig hjá starfsfólki Tíunnar.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt