Breyttir opnunartímar í Holtinu!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Holtið, Óflokkað

 

Það hafa verið gerðar nokkrar breytingar á starfinu í Holtinu og mælum við með að allir foreldrar og forráðamenn kynni sér nýja opnunartíma.

Miðstig

Allt er óbreytt hjá 5 .og 6. bekk. 

Hjá 7.bekk verður nýr opnunartími á þriðjudögum frá 14:00 til 16:00.

 

Unglingastig

Á unglingastiginu, 8. – 10. bekk, verður opið í hádeginu alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl.11:15 – 12:05.

Dagopnanir verða á mánudögum (15:00 – 16:00), þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum (13:30 – 16:00).

Opin hús á föstudögum verða núna frá klukkan 19:30 til 22:00 (ekki 23:00).

Klúbbastarf

Nú bjóðum við upp á 5 klúbba í holtinu. Allir nemendur í 8.-10 bekk geta skráð sig í klúbba – svo lengi sem þeir eru ekki uppbókaðir.

Á miðvikudögum verður Studio-klúbbur kl. 16:00 – 18:00. Í Studio-klúbbnum læra þátttakendur að búa til sína eigin tónlist í splunkunýju studioi-Holtsins. Sölvi Andrason er umsjónarmaður.

Alla miðvikudaga á milli 17:00 – 18:30 er Frikka-klúbburinn. Þátttakendur klúbbsins ákveða sjálfir hvað þau vilja gera í klúbbnum, í samráði við Friðrik Sigurðarson sem er umsjónarmaður.

Annan hvern föstudag frá 16:00 – 18:00 verður klúbburinn; Eldað með Ólöfu í Holtinu. Ólöf María Jóhannssdóttir er umsjónarmaður og hún mun sjá til þess að unglingarnir læri allt sem við kemur matreiðslu.

Annan hvern föstudag frá 14:00 – 16:00 (á móti Eldað með Ólöfu) verður Sandra Dís Káradóttir með stelpuklúbb í Holtinu. Í stelpuklúbbnum hittast stelpur úr Norðlingaskóla í 8. – 10.bekk og ræða allt á milli himins og jarðar í öruggu umhverfi. Meðlimir klúbbsins búa til dagskrá í samráði við umsjónarmann og þar geta þátttakendur spjallað saman um það sem þeim finnst áhugavert, fengið inn fræðslur og gert margt annað skemmtilegt saman.

Sívinsæli íþróttaklúbburinn okkar, Sportó, heldur áfram. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í hann, það er nóg að mæta í íþróttahúsið í Norðlingaskóla. Sportó er alla föstudaga frá 18.00 – 19:30. Umsjónarmenn eru Sölvi, Þórhildur Vala, Ólöf María, Friðrik og Júlíus.

Hægt er að skrá sig í klúbba með því að senda okkur skilaboð á facebook, snapchat og instagram. Einnig er alltaf hægt að hringja í okkur í síma 411-5840 eða 695-5093.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt