Breyting á 10-12 ára starfi Tíunnar næstu tvær vikurnar (7. október-16. október)

 í flokknum: Tían

Í dag, 6. október, voru gerðar breytingar á starfi Tíunnar og eru breytingarnar þær að við þurfum að skipta dögunum upp eftir skólum og í einhverjum tilfellum árgöngum. Þetta er til þess að minnka smitlíkur á milli skólaeininga.

Tían þjónustar börn í Árbæjar, Ártúns og Selásskóla og verður skiptingin eftirfarandi:
Miðvikudaginn 7. október fær 5. og 6. bekkur í Árbæjarskóla að mæta.
Fimmtudaginn 8.október fær 7. bekkur í Árbæjarskóla að mæta.
Föstudaginn 9. október fær 5.6. og 7. bekkur í Selásskóla að mæta.
Mánudaginn 12. október fær 5. 6. og 7. bekkur í Ártúnsskóla að mæta.

Þriðjudagurinn 13. október fær 5. og 6. bekkur í Árbæjarskóla að mæta.
Miðvikudaginn 14. október fær 7. bekkur í Árbæjarskóla að mæta.
Fimmtudaginn 15. október fær 5.6. og 7. bekkur í Selásskóla að mæta.
Föstudagurinn 16. október fær 5. 6. og 7. bekkur í Ártúnsskóla að mæta.

Við afskráum því alla þá sem hafa nú þegar verið skráðir í starfið ef þau tilheyra ekki þessum hópum á ákveðnum dögum.

Við hvetjum foreldra að skrá börnin sín þann dag sem þeirra skóli eða árgangur má mæta.
Dagskráin breytist líka örlítið en við ætlum að bjóða öllum hópunum upp á sambærilega dagskrá.

Við vonum að allir sýni þessu breyttu fyrirkomulagi skilning en þetta er unnið í samstarfi við skólana í hverfunum. Við munum láta umsjónarkennara vita af breytingunum svo þau geti komið upplýsingunum til barnanna.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá hvet ég ykkur að senda okkur póst á tian@rvkfri.is eða hringja í síma 411-5810.

Kveðjur úr Tíunni

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt