Ársel – Fyrirmyndarstofnun 2020
Vikan hefur svo sannarlega verið viðburðarík á starfsstöðum Ársels en það eru frístundaheimilin Fjósið, Stjörnuland, Töfrasel og Víðisel og félagsmiðstöðvarnar Fókus, Holtið og Tían.
Toppurinn á vikunni var þegar tilkynnt var að Ársel hefði lent í 2. sæti sem „Fyrirmyndarstofnun“ í hópi stærri stofnana í sveitarfélögum.
Það er Sameyki stéttarfélag sem stendur fyrir könnun með þátttöku 12.000 félagsmanna í opinberri þjónustu. Í könnuninni er spurt m.a. um starfsanda, sveigjanleika, starfsumhverfið, trúverðugleika stjórnanda, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, jafnrétti og stolt en þetta eru allt þættir sem skora nokkuð hátt hjá starfsfólki Ársels. Tveir þættir sem eru áfram áskorun í starfi Ársels er að bæta vinnuskilyrði og launakjör.
Ársel óskar öðrum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þakkar stéttarfélaginu Sameyki fyrir viðurkenninguna. En hér er hægt að sjá frekari niðurstöður: https://www.sameyki.is/kannanir/stofnun-arsins-2020/vinningshafar-borg-og-baer/
Við berum stolt viðurkenninguna „Fyrirmyndarvinnustaður 2020“.
Áfram starfsfólk Ársels
Nýlegar færslur