Ársel – Fyrirmyndarstofnun 2020

 í flokknum: Birt á forsíðu, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjósið, Fókus, Frístundaheimili (6-9ára), Holtið, Stjörnuland, Tían, Töfrasel, Víðisel

Vikan hefur svo sannarlega verið viðburðarík á starfsstöðum Ársels en það eru frístundaheimilin Fjósið, Stjörnuland, Töfrasel og Víðisel og félagsmiðstöðvarnar Fókus, Holtið og Tían.

Toppurinn á vikunni var þegar tilkynnt var að Ársel hefði lent í 2. sæti sem „Fyrirmyndarstofnun“ í hópi stærri stofnana í sveitarfélögum.
Það er Sameyki stéttarfélag sem stendur fyrir könnun með þátttöku 12.000 félagsmanna í opinberri þjónustu. Í könnuninni er spurt m.a. um starfsanda, sveigjanleika, starfsumhverfið, trúverðugleika stjórnanda, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, jafnrétti og stolt en þetta eru allt þættir sem skora nokkuð hátt hjá starfsfólki Ársels. Tveir þættir sem eru áfram áskorun í starfi Ársels er að bæta vinnuskilyrði og launakjör.
Ársel óskar öðrum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þakkar stéttarfélaginu Sameyki fyrir viðurkenninguna. En hér er hægt að sjá frekari niðurstöður: https://www.sameyki.is/kannanir/stofnun-arsins-2020/vinningshafar-borg-og-baer/
Við berum stolt viðurkenninguna „Fyrirmyndarvinnustaður 2020“.
Áfram starfsfólk Ársels
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt