Áhugaverður fræðslufundur fyrir foreldra um líðan barna og foreldra á óvissutíma

 í flokknum: Birt á forsíðu, Tían

Næstkomandi mánudag munu frístundamiðstöðvar Reykjavíkur bjóða upp á fræðslufund í beinni útsendingu fyrir foreldra. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir og Inga Wessman sálfræðingar á Litlu Kvíðameðferðarstöðinni munu fjalla um líðan barna og foreldra á óvissutíma.

Fræðslunni verður streymt beint af síðu viðburðarins. Einnig ætlum við að bjóða uppá að fólk sendi inn spurningar (https://forms.gle/s3ni85eEqk3rhARE8) fyrir fundinn sem leitast verður við að svara eða gefa ráð við. Einnig verður hægt að skrifa inn spurningar eða athugasemdir á meðan viðburðinum stendur.

Inga Wessman hefur sérhæft sig vinnu með sjálfskaðandi hegðun og alvarlegri tilfinningavanda barna og fullorðinna.

Steinunn Anna hefur unnið með kvíðaraskanir barna og unglinga og hefur lagt áherslu á sérhæfingu í áfallavinnu. Báðar hafa mikla reynslu af áráttuþráhyggjuvanda og öðrum kvíðaröskunum og tengdum vandamálum. Á fundinum verður þó áhersla á að gefa almenn ráð og benda svo á úrræði fyrir þá sem eru að glíma við alvarlegri vanlíðan og vandamál á þessum tímum.

Hvetjum ykkur til að deila viðburðinum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt