113 Hátíð í kvöld

 í flokknum: Fókus

Í kvöld miðvikudaginn 1.júlí verður haldin sumarhátíð Grafarholts og Úlfarsárdals. Hátíðin er haldin á Kirkjustétt, 2-6, í Grafarholti. Viðburðurinn er úti á bakvið félagsmiðstöðina Fókus frá kl: 17:00 – 21:00.

Á staðnum verða skemmtiatriði, hoppukastalar, leikir, veglegt happdrætti ❗️og margt annað í boði. Á staðnum verður sjoppa, candyfloss en einnig verða seldar pulsur og bulsur á ROSA fínu verði. 🌭

Það verður POSI á staðnum! 💯

Ekkert aðgangsgjald er á hátíðina en allur ágóði af t.d. mat, sjoppu og happdrætti rennur til Píeta samtakanna. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

113 Hátíðin er haldin af félagsmiðstöðvarhóp Fókus sem samanstendur af 22 áttundu-bekkingum úr skólum Grafarholts og Úlfarsárdals. Er þessi hátið vinna þeirra í sumar og vona þau öll að sem flestir mæti, hafi gaman og styrki gott málefni í leiðinni;)

Allir velkomnir! 💛

ENGLISH
Wednesday, July 1st, Grafarholt’s and Úlfarsárdalur’s Summer Festival will take place here in Kirkjustétt 2-6, Grafarholt. The event is outside behind félagsmiðstöðin Fókus. The event will take place between 17:00-21:00. There will be grilled hot dogs and vegan hot dogs, candy floss, games for the whole family, music performances and jumping castles to name a few things! We accept
cards! 💯

There is no admission fee at this festival but all profit from food, shop and lottery goes to the Píeta organization. The Píeta organization conducts suicide prevention and self-harm and supports family members.

The „113 Hátíð“ is organized and held by Fókus Félagsmiðstöðvahópur (Recreation group) which consists of 22 eighth graders from Grafarholt and Úlfarsárdalur schools. This is their work this summer and they all hope that you show up and have a great time while supporting a good cause;)

Everybody welcome!

 

D A G S K R Á 🌟

17:00 — Hátíð hefst

17:30 — Tommi Njöll með tónlistaratriði

18:00 — Píeta Samtökin með stutta ræðu

18:30 — Bára Katrín með tónlistaratriði

20:00 — Leynigestur 🤯“Því í kvöld er…“
—————————————————————————————-

Milli atriða þeytir 🎧 DJ Maggi Mjög Skýr/ Maggi í Fókus/ skífum 🎼

Á meðan á dagskrá stendur verður einnig hægt að gæða sér á pulsum, bulsum og drykkjum 🌭🥤 Á staðnum verður einnig sjoppa með sælgæti 🍭🍬

Hoppukastalar, Kandýfloss og Popp sem Skátasamband Reykjavíkur sér okkur fyrir 🏰

Spikeball, leikir og TieDye 🎊

Happdrætti 🎫 þar sem m.a. eru gjafabréf á GOTT veitingastað, Hamborgarabúllu Tómasar, Árbæjarlaug, Subway, Valdís og fleiri frábæra staði 🤩

—————————————————————————————-
⚡️Hægt að greiða með POSA ⚡️

Hlökkum SVO mikið til að sjá ykkur! ❣️💖

—————————

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt