10-12 ára starfið í Fókus 23.-27. mars

 í flokknum: Fókus

Heil og sæl,

Nú höfum við þurft að breyta aðeins planinu okkar samkvæmt fyrirmælum skòla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Við þurfum því að fækka opnunum fyrir 10-12 því miður niður í ein til tvær opnanir í viku.

Við erum að útfæra þetta þannig að það eru tvö tveggja manna teymi sem eru að sjá um 10-12 ára aldurinn, við myndum hafa þrjú teymi en við höfum bara ekki nægan mannskap í að manna það og unglingaopnanir því miður. Við höfum fengið fyrirmæli að við getum ekki krossað hópa nema með tveggja daga milli bili og þess vegna erum við bara með opið á þriðjudögum og föstudögum.

Við erum að vinna að hugmyndum til þess að geta keyrt rafræna félagsmiðstöð fyrir 10-12 ára aldurinn og munum við upplýsa ykkur um leið og við höfum fundið lausn á því.

Dagskrá vikunnar má sjá hér á heimasíðunni.

Ekki hika við að heyra í okkur ef það eru einhverjar spurningar.

Kær kveðja starfsfólk Fókus

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt