10-12 ára starfið í Fókus 23.-27. mars
Heil og sæl,
Nú höfum við þurft að breyta aðeins planinu okkar samkvæmt fyrirmælum skòla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Við þurfum því að fækka opnunum fyrir 10-12 því miður niður í ein til tvær opnanir í viku.
Við erum að útfæra þetta þannig að það eru tvö tveggja manna teymi sem eru að sjá um 10-12 ára aldurinn, við myndum hafa þrjú teymi en við höfum bara ekki nægan mannskap í að manna það og unglingaopnanir því miður. Við höfum fengið fyrirmæli að við getum ekki krossað hópa nema með tveggja daga milli bili og þess vegna erum við bara með opið á þriðjudögum og föstudögum.
Við erum að vinna að hugmyndum til þess að geta keyrt rafræna félagsmiðstöð fyrir 10-12 ára aldurinn og munum við upplýsa ykkur um leið og við höfum fundið lausn á því.
Dagskrá vikunnar má sjá hér á heimasíðunni.
Ekki hika við að heyra í okkur ef það eru einhverjar spurningar.
Kær kveðja starfsfólk Fókus