10-12 ára starf í Tíunni vikuna 26.-30. október

 í flokknum: Tían

Starfsemi Tíunnar heldur áfram að vera skipt eftir skólum. Skiptingin nær til 10. nóvember. Hver skóli fær sinn dag í Tíunni og byrjum við á Ártúnsskóla þriðjudaginn. Árbæjarskóli er á miðviku og fimmtudaginn og svo Selásskóli á föstudaginn. Á dagskrá er búningasmiðja enda stutt í Halloween. Undanfarin ár höfum við verið með skemmtun fyrir alla skóla og árganga en vegna ástandsins í samfélaginu verða sameiginlegar skemmtanir að bíða. Halloween verður með breyttu sniði og viljum við aðstoða börnin við búningagerð. Við getum ekki búið til búninga með krökkunum en við getum aðstoðað þau við að fá hugmyndir, hjálpað til við að skreyta búningana eða hjálpa þeim að einhverju leiti.

Hlökkum til að opna eftir vetrarfrí 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt