10-12 ára starf á tímum hertra sóttvarnarreglna

 í flokknum: Óflokkað, Tían

Vegna hertra sóttvarnarreglna er hefðbundið félagsmiðstöðvastarf ekki heimilt til 18. nóvember. Við í Tíunni höfum því ákveðið að opna aftur afþreyingarsíðu Tíunnar. Þessi síða var virk í fyrstu bylgju Covid og er alls konar skemmtilegt og fræðandi efni fyrir börnin og fjölskyldur þar. Slóðin á heimasíðuna er

Tían – rafræn félagsmiðstöð

Á þessum tímum sjáum við hversu mikilvægt frístundastarf er og það kemur ekkert í staðinn fyrir að mæta í félagsmiðstöðina. Þetta er okkar leið til þess að bjóða upp á frístundastarf.Heimasíðan er uppfærð á hverjum degi og nýtt efni kemur inn daglega kl. 14:00.
Við hvetjum alla foreldra að til að gefa sér tíma og skoða heimasíðuna með börnunum sínum.

Vonandi hafið þið gaman af og þið megið endilega hafa samband við okkur og deila með okkur efni ef þið vitið af einhverju skemmtilegu til að deila með öðrum.

Njótið samverunnar og vonandi opnum við aftur 18. nóvember.

Hlýjar kveðjur úr Tíunni

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt