10-12 ára starf í október
Við hvetjum foreldra að skoða dagskrána með börnunum ykkar og skrá þau í starfið þá daga sem þau vilja taka þátt. Þátttakan í starfið okkar er mikil og erum við afar þakklát fyrir að sjá svona mörg börn á hverjum degi. Því miður er stór hluti barnanna sem mæta til okkar ekki skráð og þá lendum við í vandræðum því við kaupum inn miðað við skráningu.
Skráningin er mikilvæg til þess að geta áætlað efniskaup bæði í snarl og dagskrárviðburði.
Til þess að vera fullviss um að barnið þitt fái snarl og geti tekið þátt í auglýstri dagskrá þarf barnið að vera skráð.
Skráning fer fram í gegnum síðuna arsel.is/tian/skraning
Ef þið viljið aðstoð við skráningu þá getið þið sent okkur tölvupóst tian@rvkfri.is eða hringt í síma 411-5810.
Kærar kveðjur úr Tíunni