10-12 ára starf í nóvember
Við ætlum að opna starfið okkar fyrir alla skólana alla daga. Það þýðir að nú geta öll börn komið til okkar í starfið alla dagana sem við erum með opið.
Skráningakerfið okkar inn á Völunni fer af stað aftur. Skráning er inn á arsel.is/tian/skraning
Skráningin er nauðsynleg til þess að við vitum hvað þarf í efniskaup. Við hvetjum foreldra að setjast niður með barninu sínu og skrá á þá daga sem þau vilja vera hjá okkur. Það kostar ekkert að taka þátt í starfinu okkar nema þessar nokkrar mínútur sem það tekur að skrá.
Ef þið viljið skrá barnið ykkar allan mánuðinn eða yfir lengra tímabil þá getið þið sent okkur póst og óskað eftir því og við skráum fyrir ykkur.
Ef þið hafið spurningar þá er bara að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á tian@rvkfri.is eða hringja í síma 411-5810.