Unglingadagskrá í desember

 í flokknum: Tían

Kæru foreldrar, við í Tíunni viljum byrja á því að þakka þeim foreldrum sem tóku þátt í ytra mati á félagsmiðstöðinni Tíunni nýverið. Með ykkar hjálp getum við gert starfemi Tíunnar enn betra og hlakkar okkur til að fá niðurstöður úr matinu en það verður eftir áramót. Við munum kynna niðurstöðurnar um leið og þær berast.

Í viðhengi er dagskráin fyrir desember og hafa unglingar í Tíunni verið duglegir að koma með hugmyndir enda stutt í margar skemmtilegar hefðir í desember. Dagskráin er frekar hefðbundin og er hún vanalega á rólegu nótunum eins og sjá má á titli dagskrárinnar.

Eins og alltaf þá er aðeins lokað yfir stórhátíðisdagana og helgarnar í Tíunni yfir jólin. Við vorum með flotta fræðslu í gær þar sem að notkun samfélagsmiðla var rædd og var mikill fjöldi unglinga sem mættu og tóku þátt. Þeim fannst fræðslan áhugaverð og mikilvæg.

Síðasta föstudag var haldið stórt ball sem nefnist Þrennuball. Félagsmiðstöðvarnar þrjár sem tilheyra Árseli eru Tían, Fókus og Holtið tóku þátt í ballinu og var gaman að sjá hversu vel unglingarnir skemmtu sér.

Njótum desember saman og sköpum gleðilegar minningar.

Ef þið hafið einhverjar spurningar þá er bara að hafa samband eða kíkja í heimsókn í Tíuna.
Hlýjar kveðjur, starfsfólk Tíunnar

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt