Þrennuballið – föstudaginn 29. nóvember

 í flokknum: Birt á forsíðu, Tían

Hið árlega Þrennuball er á föstudaginn 29. nóvember. Þessi viðburður er hefð meðal félagsmiðstöðva Ársels en þær eru einmitt þrjár. Undanfarnar vikur hafa unglingar og starfsmenn skipulagt ballið og er búist við góðri mætingu enda um stóran viðburð að ræða. Hópur unglinga ætlar að sjá um tónlistina í byrjun en þegar líður á ballið koma fram tónlistamenn sem unglingarnir eru spenntir fyrir.

Búið er að endurnýja ljósabúnað í sal Ársels og má segja að hann hafi aldrei verið jafn glæsilegur.

Sjoppuráð Tíunnar ætlar að sjá um að gestirnir fái nóg af orku og vökva ásamt því að hægt verður að kaupa sér krap til að kæla sig niður.

Ballinu lýkur á slaginu 23:00.

Það kostar 1000 kr. inn á ballið ef miði er keyptur í forsölu sem er enn í gangi en 1500 kr. við inngang.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt