Sumardagskrá unglingastarfs Tíunnar
Sumarstarfið er nú hafið í Tíunni og verður margt skemmtilegt um að vera fyrir unglinga í Árbæ. Tían verður opin mánudaga og miðvikudaga frá 17-19 og 19:30-22:00. Allir unglingar eru velkomnir á þessum opnunum og kostar ekkert að taka þátt nema annað sé auglýst.
Margir unglingar eru í vinnu yfir dagtímann og hentar því best að hafa opið á þessum tíma dags.
Starfsmenn Tíunnar á þessum opnunum verða Hjörleifur Steinn Þórisson, Sandra Lilja Björnsdóttir og Hildur Björk Scheving.
Nýlegar færslur