Starfsemi Holtsins í samkomubanni

 í flokknum: Holtið

Miklar breytingar verða á starfi Holtsins núna næsta mánuðinn vegna samkomubannsins sem er nú komið á vegna Covid -19. Starfið okkar byrjar á morgun miðvikudaginn 18.mars. Það er mikilvægt að skóli og félagsmiðstöð séu með sömu viðmið hvað varða hópaskiptinguna og verður hefðbundið starf fellt niður og allt sett upp með nýju sniði, því er marsdagskrá ekki í gildi lengur. Hvorki hjá 10-12ára né unglingastiginu. Við munum taka á móti sömu hópum og krakkarnir eru í í skólanum. Barnið þitt mun fá kynningu á því hvenær það má koma í Holtið. Mikilvægt er að aðeins þeir sem eiga að koma í holtið koma. Ekkert annað barn má koma í Holtið nema tilheyra þeim hópi sem á tíma þann dag.

Starfsemin verður eftirfarandi:

10-12 ára starfið verður á sama tíma kl 14:00-16:00 og bjóðum við einum hóp í einu að koma til okkar. Sama á við með unglingastarfið, við bjóðum einum hóp í einu til okkar og er opnunin hjá þeim frá 19:30- 21:45 og marsdagskrá því ekki í gildi lengur. Almennt klúbbastarf fellur einnig niður en reynum við samt sem áður að halda því eitthvað gangandi rafrænt.

Starfsfólk og unglingar ætla einnig að halda úti rafrænni félagsmiðstöð. Rafræn félagsmiðstöð er þróunarverkefni sem sprettur upp af illri nauðsyn og ekki þekkt hér á landi en rafrænar félagsmiðstöðvar eru þekktar á norðurlöndunum. Unglingar eru miklir samfélagsmiðlanotendur og sem aldrei fyrr hvetjum við unglinga að eiga í samskiptum í gegnum þessa miðla. Félagsmiðstöðin Holtið verður með mikið fræðsluefni fyrir unglinga og foreldra á Facebook og hvetjum við alla foreldra að taka virkan þátt í umræðunum.

Starfsfólk fer eftir öllum þrifaáætlum frá landlækni og almannavörnum og verða öll börn einnig að þvo á sér hendurnar og spritta við komu. Við getum þetta saman!

Mikilvægt er að fylgjast vel með upplýsingaflæði á heimasíðunni okkar (www.arsel.is/holtid) og facebookinu okkar.
Nánari útskýringar og auglýsingar um breytta starfshætti birtast á heimasíðu og samfélagsmiðlum Holtsins á næstu dögum.
Starfsfólk Holtsins eru að reyna að gera sitt allra besta við að halda frístundastarfinu gangandi í þessum furðulegu aðstæðum. Enginn veit hvernig best er að gera hlutina en ákvarðanir okkar eru teknar í samstarfi við skólana og með heilsu barna og unglinga í huga.

Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

Kærar kveðjur
Starfsfólk Holtsins
Instagram: Holtid
Facebook: http://www.facebook.com/holtid.felagsmidstod

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt