Rafrænt félagsmiðstöðvastarf Tíunnar

 í flokknum: Tían

Starfsemi Tíunnar er komin alfarið á rafrænt form og höfum við sett upp skemmtilega og fræðandi síðu fyrir 10-12 ára hópinn. Við hvetjum foreldra að eyða tíma með börnunum og kíkja saman inn á nýja afþreyingarsíðu okkar. Slóðin er:

https://sway.office.com/xMfDSFRBXzJN5qiI?ref=Link

Þetta er ný heimasíða sem er sérstaklega gerð fyrir 10-12 ára aldurshópinn í Árbæ, Ártúni og Seláshverfi.
Endilega kíkið á síðuna og njótið 🙂

VIð ætlum að uppfæra hana á hverjum degi milli klukkan 14-16 eins og hefðbundið starf væri í gangi. Rútínan er af hinu góða og hvetjum við ykkur að leyfa börnunum að taka þátt í starfi Tíunnar þó svo að það sé í safrænu formi.
Svo væri gagnlegt og gaman að heyra hvað ykkur finnst um þetta útspil okkar.

Unglingarnir fá mikið af afþreyingu frá Tíunni inn á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum. Efnið sem starfsfólk setur inn er bæði fræðslu og afþreyingarefni.

Við hvetjum foreldra að fylgjast með starfinu í Tíunni á samfélagsmiðlunum.

Hlýjar kveðjur
Starfsfólk Tíunnar

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt