Vel heppnað hópspilunarmót í tölvuleikjum í Holtinu

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Holtið

Föstudaginn 8.febrúar var haldið hóp­spil­un­ar­mót í tölvu­leikj­um (LAN) í Holtinu.

Þetta var í fyrsta skipti í sögu Holtsins þar sem slíkt mót er haldið í félagsmiðstöðinni.
Alls mættu 30 einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tölvuleikjum og spiluðu ungmennin saman frá klukkan 15:00 til miðnættis.
Þrátt fyrir að tölvuleikir hafi að sjálfsögðu verið aðalatriðið á dagskrá þá tóku krakkarnir regluleg hlé frá tölvuleikjaspilun og fóru margir þátttakendur í Sportklúbb frá 18-19:30 og sprikluðu í íþróttasal Norðlingaskóla.

Á meðan laninu stóð var happdrætti fyrir alla þátttakendur, þar sem vinningar frá Ölgerðinni voru í boði. Sumir tóku heim með sér mikið af Kristal. Ekki slæmt það.

Stemningin í húsinu var frábær og er greinilega mikill áhugi frá ungmennunum fyrir tölvuleikja-viðburðum eins og þessum. Mikið af foreldrum kíktu í heimsókn og var einstaklega skemmtilegt að fá þá í félagsmiðstöðina – þeir eru alltaf velkomnir.

Við hlökkum til að halda fleiri hópspilanir í Holtinu í framtíðinni.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt