Kaffihús í Árbænum

 í flokknum: Birt á forsíðu, Fókus, Holtið, Tían

Ungmennaráð Árbæjar og Holta opna Pop-Up kaffihús í Árseli til styrktar Berginu. Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri www.bergid.is

Það eru allir velkomnir að koma og ylja sér við opin arineldin með kaffi og heitt súkkulaði við hönd. Einnig verður hægt að versla alls kyns girnilegar kökur.

Lesið verður upp úr barnabókum við arineldin, hljómsveit úr Grafarholtinu tekur lagið og piparkökuhúsaskreytingar fyrir alla fjölskylduna.

Gestir sem koma og styrkja gott málefni fá númeraðan happdrættismiða og eru veglegir vinningar í boði. Þetta er kjörið tækifæri til þess að láta gott af sér leiða með því að styrkja frumkvæði ungs fólks sem og njóta samverunnar í kósý stemningu.

Allur ágóði af viðburðinum rennur til Bergsins.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt