Holtið verður rafræn félagsmiðstöð

 í flokknum: Holtið

Vegna hertra skilyrða á samkomubanni höfum við í Holtinu ákveðið að frá og með morgundeginum fimmtudeginum 26.mars verður Holtið einungis rafræn félagsmiðstöð þangað til að samkomubanni er aflétt.

Þessi ákvörðun er tekin með heilsu barna og unglinga í huga.

13 – 16 ára
Starfsfólk og unglingar hafa verið að halda úti rafrænni félagsmiðstöð síðustu 10 daga á samfélagsmiðlum okkar. Það hefur gengið ótrúlega vel og krakkarnir verið duglegir að taka þátt.

Við erum einnig til staðar ef þau vilja heyra í okkur símleiðis eða í gegnum samskiptamiðla. Við hvetjum unglinga og foreldra einnig að hringja í borðsíma Holtsins  á opnunartímum ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur. Við erum einnig til taks í gegnum samfélagsmiðla hvenær sem er.

Fyrir þá sem vita ekki hvað rafræn félagsmiðstöð er, þá er hún þróunarverkefni sem sprettur upp af illri nauðsyn og ekki þekkt hér á landi en rafrænar félagsmiðstöðvar eru þekktar á norðurlöndunum. Unglingar eru miklir samfélagsmiðlanotendur og sem aldrei fyrr hvetjum við unglinga að eiga í samskiptum í gegnum þessa miðla. Félagsmiðstöðin Holtið verður með skemmti- og fræðsluefni fyrir unglinga og foreldra á Facebook og hvetjum við alla foreldra að taka virkan þátt í umræðunum.

10 – 12 ára

Við erum búin að setja upp heimasíðu fyrir 5. -7.bekk. Slóðin að þessari síðu er hér fyrir neðan.

https://sway.office.com/9FDEIkbYVdPF9ymj?ref=Link

Þessi heimasíða er hugsuð sem afþreyingarefni fyrir börn í 5. – 7. bekk sem þau geta skoðað með foreldrum sínum. Á heimasíðuna setjum við inn skemmtilega leiki, fræðslu, skilaboð frá okkur starfsfólkinu til krakkana ásamt allskonar upplýsingum. Planið er að setja inn efni 3-4 sinnum í viku. Endilega takið umræðuna með krökkunum ykkar og sendið okkur hugmyndir um hvað þau vilja sjá inn á heimsíðunni sem er fyrir þau.

Mikilvægt er að fylgjast vel með upplýsingaflæði á heimasíðunni okkar (www.arsel.is/holtid) og facebookinu okkar.

Endilega hafið samband ef þið hafið einhverjar spurningar. í síma 411-5840 einnig hægt að senda tölvupóst á sandra.dis@rvkfri.is
Kærar kveðjur
Starfsfólk Holtsins
Instagram: Holtid
Facebook: http://www.facebook.com/holtid.felagsmidstod

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt