Haustferð 8. bekkjar
Óvissuferð 8. bekkjar verður farin 21. september og heimkoma 22. september. Skráning hefst á mánudaginn og er hægt að skrá sig með því að koma í Tíuna og greiða staðfestingargjald sem er 1000 kr. Ferðin kostar 3500 kr og er innifalið rútuferð, gisting, kvöldmatur, morgunmatur og hádegismatur.
8. bekkjarferðin í fyrra var mjög vel sótt og er sá árgangur enn að tala um hana. Þátttaka í ferð eins og þessari hefur jákvæð áhrif á vináttutengsl og hvetjum við alla að koma með í óvissuferð Tíunnar.
Lagt verður af stað kl. 17:00 á föstudeginum og áætluð heimkoma er u.þ.b. 15:00.
Nýlegar færslur