Félagsmiðstöðin Tían opnar á ný hefðbundið starf 4. maí

 í flokknum: Tían

Líkt og skólinn mun félagsmiðstöðin Tían opna fyrir hefðbundið starf mánudaginn 4. maí. Starfsfólk Tíunnar er vægast sagt mjög spennt að hitta alla aftur. Þó erum við öll meðvituð um stöðu mála og fylgjum ítrustu varkárni þegar kemur að öryggi barna, unglinga og starfsmanna í starfi Tíunnar.

Hefðbundið starf fyrir 10-12 ára börnin hefst 4. maí eins og venja er eftir að skóla lýkur og endar kl. 16:00. Það verður hægt að hefja skráningar í smiðjur föstudaginn 1. maí kl. 12:00. Skráningar eru inn á www.arsel.is/tian/skraning

Fyrir unglingana verður fyrsta opnunin á mánudagskvöldið 4. maí kl. 19:30-22:00. Eftir það verður hefðbundin opnun með hádegisopnunum.

Vonandi verður veðrið áfram eins og það er búið að  vera síðastliðna daga því okkur langar að færa starfsemi Tíunnar sem mest út. Nærumhverfi Árbæjar býður upp á endalausa möguleika fyrir útivist og ævintýramennsku.

Starfsfólk Tíunnar líkt og starfsfólk skólans búa enn við þá reglu að halda tveggja metra fjarlægð sín á milli.

Hlökkum til þess að opna dyrnar á nýjan leik og hefja starfsemi eins og við þekkjum hana aftur. Það er ekkert félagsmiðstöðvastarf án barna og unglinga.

Vonandi þurfum við aldrei aftur að upplifa tíma sem þessa aftur.

Kærar kveðjur,

starfsfólk Tíunnar

 

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt