Febrúar dagskrá Tíunnar
Í fréttum er þetta helst…
Dagskrárnar eru tilbúnar, bæði 10-12 ára smiðjurnar og unglingadagskráin. Við hvetjum ykkur til þess að skoða dagskrána vel og gott er að prenta hana út og hengja upp á heimilinu. Þannig getið þið fylgst með því hvað barnið ykkar er að gera í félagsmiðstöðinni. Ef að barnið ykkar er ekki að sækja starfið í Tíunni þá getið þið einmitt notað dagskrána til þess að hvetja þau til þátttöku.
Skráning í 10-12 ára starfið er með sama sniði og áður www. arsel.is/tian/skraning. Einnig er hægt að senda á okkur tölvupóst á tian@reykjavik.is ef þið viljið skrá barnið ykkar.
Þátttaka í frístundastarfi hefur afþreyingar, forvarnar og menntunargildi í för með sér og er talin hafa mikil áhrif í lífi barna og unglinga.
Hera Jónsdóttir starfsmaður Tíunnar er að hefja hópastarf með stelpum í 7. bekk úr Árbæjar, Ártúns og Selásskóla. Þetta er kjörið tækifæri fyrir stelpur sem vilja vera partur af skemmtilegum hópi í Tíunni. Þetta er einnig tækifæri fyrir stelpurnar í 7. bekk að kynnast betur áður en þær hefja skólagöngu í 8. bekk. sem er eftir aðeins hálft ár. Já þetta er fljótt að gerast. Endilega sendið póst á hera.jonsdottir@reykjavik.is til þess að skrá stelpuna ykkar í hópinn eða spyrjast fyrir um starfið.
Í unglingastarfi Tíunnar er mætingakerfi þar sem unglingar fá einn mætingarpunkt fyrir hverja mætingu í starfið. Þetta er kerfi sem allar félagsmiðstöðvar nota sem hvatningakerfi því þeir sem eru virkastir í starfinu hafa forgang á miðakaupum á Samfestinginn sem er vinsæl hátíð sem haldin er 22.-23. mars. Allir unglingar hafa tækifæri til þátttöku í starfinu okkar enda mikil opnun í Tíunni. Eftir áramótin var bætt við opnun og er nú opið öll fimmtudagskvöld. Þar með er opið öll virk kvöld nema þriðjudagskvöld en þá fer fram námskeiðið Vinabönd.
Starfsfólk Tíunnar vill benda foreldrum á unglingaball í Reykjanesbæ sem er verið að auglýsa á Facebook og víðar. Þessi viðburður er EKKI á vegum félagsmiðstöðva og ætlar Tían ekki að taka þátt í þessum viðburði á neinn hátt.
Við óskum ykkur gleðilegs febrúarmánaðar og munið að lífið er núna svo njótum með börnunum okkar stórum og smáum ?
Hlýjar kveðjur frá starfsfólki Tíunnar