Fréttir og tilkynningar

Dagskrár september mánaðar | Töfrasel 13.09.2016

Kæru foreldrar/forráðamenn hér eru loksins dagskrárnar okkar fyrir september mánuð. Einnig sendum við með foreldrahandbókina sem ætlast er til að foreldrar lesi yfir og kynni sér vel 

Félagsmiðstöðin Tían byrjar aftur :) | Tían 30.08.2016

Kæru foreldrar/forráðamenn unglinga í 8.-10. bekk í Árbæjarskóla Fyrst og fremst viljum við, starfsfólk Tíunnar, bjóða alla unglinga í 8.-10.bekk í Árbæjarskóla velkomna í starfið. Starfið verður mjög fjölbreytt eins og venjulega og í ár leggjum við áherslu á lýðheilsu, lýðræði og foreldrasamstarf sem eru áhersluþættir í stefnuskrá Reykjavíkurborgar árið 2016-2017. Við byrjuðum í fyrra með þemamánuði sem gekk vonum framar og höfum ákveðið að halda því áfram í vetur. Í október verður til dæmis Meistaramánuður, hugmyndin er að unglingar setja sér einhvers konar markmið og vinna síðan að markmiðum sínum þennan mánuðinn, á hvaða sviði sem þau kunna að vera. Við munum senda ykkur dagskrá í hverjum mánuði ásamt fréttabréfi. Starfsfólki Tíunnar hlakkar mikið til komandi árs, enda skemmtilegir tímar framundan. Tían verður opin eins og hér segir: Mánudaga 12:45-14:00 & 19:30-22:00 Þriðjudaga 12:45-16:00 Miðvikudaga 12:45-14:00 & 19:30-22:00 Fimmtudaga 12:45-16:00 Föstudaga 12:45-16:00 & (19:30-23:00 annan hvern) Við viljum vekja athygli á kynningu tómstunda í Árbæjarskóla 1.september, kl. 16:00-18:00. Þar verðum við að kynna starfið og fyrirkomulagið okkar í vetur.

Skráning í tómstundir á Rafrænni Reykjavík | Töfrasel 30.08.2016

Kæru foreldrar/forráðamenn, á meðfylgjandi mynd getið þið séð hvar á Rafrænni Reykjavík þið setjið inn æfingatíma barnanna :) Bestu kveðjur, Töfrasel


Information

English Español Lietuvių Polski Русский Tagalog Thai

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Frístundamiðstöðvar


Heimili og skóli
Skóla- og frístundasvið
Samfok
Frístundakortið
Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit